Hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna Teitur Guðmundsson skrifar 22. janúar 2013 06:00 Þegar maður horfir um öxl á tækninýjungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mannanna. Margar af þeim nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á Vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið hærri. Möguleikar læknisfræðinnar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leika þróun meðferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta. En það er hægt að velta þessu á annan hátt fyrir sér og segja að þrátt fyrir ótrúleg tækifæri til að sigrast á sjúkdómum með tækninýjungum, þá geta þær haft hættuleg lýðheilsufarsleg vandamál í för með sér. Ef við skoðun þá hluti sem okkur þykja sjálfsagðir í dag og teljast til þæginda nútímans þá má segja að þar fari líklega einar hættulegustu uppfinningar fyrir heilsuna sem við þekkjum. Tökum sjónvarpið sem dæmi, uppfinningin er orðin rúmlega hundrað ára, en segja má að almenn notkun hafi byrjað fyrir nokkrum áratugum og í dag getum við varla hugsað okkur að vera án þess. Við eyðum vitaskuld mismiklum tíma á rassinum fyrir framan imbakassann en rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að meðaláhorf einstaklings er 34 klukkustundir á viku, en fer allt að 48 klukkustundum hjá 65 ára og eldri. Notkun tölvuleikja, spjaldtölva og snjallsíma hefur svo bæst við hjá yngri kynslóðinni og aukist verulega undanfarin ár.Faraldur lífsstílssjúkdóma Það þarf engan lækni til að sjá samhengið á milli hreyfingarleysis, offitu, lífsstílssjúkdóma og sjónvarpsgláps. Okkur er öllum ljóst að við erum að fást við faraldur lífsstílssjúkdóma sem er tilkominn að hluta vegna þeirra nútímalegu þæginda sem við búum við. Síminn er eldri uppfinning sem gjörbylti samskiptum milli fólks forðum daga og enn frekar þegar við fengum farsímann og síðar veraldarvefinn. Nú til dags þykir ekkert tiltökumál að hverfa aftur til morslíkra samskipta með nýyrðum í SMS-sendingum unglinga sem kalla mætti afturhvarf þróunarinnar. Streita og álag sem fylgir því að vera stöðugt "online", svara textaskilaboðum og tölvupóstum ýtir líklega undir félagslega einangrun, vanlíðan og gervinánd frekar en hitt og eykur örugglega ekki samskiptahæfni einstaklinga. Fjarlægðin sem Internetið veitir getur ýtt undir lægri hvatir, einelti og dómgreindarleysi í nafnlausri umræðu hinna huglausu. Þá má ekki gleyma þeirri þörf okkar nútímafólksins að sýnast á Facebook og eyða tíma í að "hnýsast" í málefni náungans á áður óþekktan máta.Virðing fyrir líkamanum Misvísandi upplýsingar um skaðsemi notkunar gera okkur enn erfitt fyrir en ljóst er að allar þær rafsegulbylgjur sem umlykja okkur allan liðlangan daginn ýta ekki undir heilbrigði okkar nema síður sé. Þá hafa umhverfisáhrif, reykingar, áfengi, mataræði, hreyfing, almennur aðbúnaður og aðgengi að heilbrigðisþjónustu sitt að segja. Tíðni krabbameina á heimsvísu samkvæmt World Cancer Research Fund er algengara í þróuðum löndum, en meðaltal allra meina er 1,7 sinnum hærra þar en í vanþróuðum ríkjum án þess að vitað sé um fullnægjandi skýringar. Sé horft til dauðsfalla á heimsvísu telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að rúmlega 60% þeirra megi rekja til svokallaðra lífsstílssjúkdóma og eru þær tölur vaxandi. Það má því með nokkurri kaldhæðni segja að uppfinningarnar létti okkur daglegt líf og geri það þægilegra, en á sama tíma ýta þær undir leti, ofát og hreyfingarleysi sem drepur okkur í meiri mæli en við höfum áður þekkt. Þess vegna eru þetta hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna. Þegar öllu er á botninn hvolft er mikilvægt að við séum meðvituð um jafnvægi og það að nýta uppfinningarnar okkur til góðs. Hugsaðu um heilsuna og eigið líf, þú fékkst einn líkama, berðu virðingu fyrir honum svo hann endist þér vel og lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Þegar maður horfir um öxl á tækninýjungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mannanna. Margar af þeim nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á Vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið hærri. Möguleikar læknisfræðinnar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leika þróun meðferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta. En það er hægt að velta þessu á annan hátt fyrir sér og segja að þrátt fyrir ótrúleg tækifæri til að sigrast á sjúkdómum með tækninýjungum, þá geta þær haft hættuleg lýðheilsufarsleg vandamál í för með sér. Ef við skoðun þá hluti sem okkur þykja sjálfsagðir í dag og teljast til þæginda nútímans þá má segja að þar fari líklega einar hættulegustu uppfinningar fyrir heilsuna sem við þekkjum. Tökum sjónvarpið sem dæmi, uppfinningin er orðin rúmlega hundrað ára, en segja má að almenn notkun hafi byrjað fyrir nokkrum áratugum og í dag getum við varla hugsað okkur að vera án þess. Við eyðum vitaskuld mismiklum tíma á rassinum fyrir framan imbakassann en rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að meðaláhorf einstaklings er 34 klukkustundir á viku, en fer allt að 48 klukkustundum hjá 65 ára og eldri. Notkun tölvuleikja, spjaldtölva og snjallsíma hefur svo bæst við hjá yngri kynslóðinni og aukist verulega undanfarin ár.Faraldur lífsstílssjúkdóma Það þarf engan lækni til að sjá samhengið á milli hreyfingarleysis, offitu, lífsstílssjúkdóma og sjónvarpsgláps. Okkur er öllum ljóst að við erum að fást við faraldur lífsstílssjúkdóma sem er tilkominn að hluta vegna þeirra nútímalegu þæginda sem við búum við. Síminn er eldri uppfinning sem gjörbylti samskiptum milli fólks forðum daga og enn frekar þegar við fengum farsímann og síðar veraldarvefinn. Nú til dags þykir ekkert tiltökumál að hverfa aftur til morslíkra samskipta með nýyrðum í SMS-sendingum unglinga sem kalla mætti afturhvarf þróunarinnar. Streita og álag sem fylgir því að vera stöðugt "online", svara textaskilaboðum og tölvupóstum ýtir líklega undir félagslega einangrun, vanlíðan og gervinánd frekar en hitt og eykur örugglega ekki samskiptahæfni einstaklinga. Fjarlægðin sem Internetið veitir getur ýtt undir lægri hvatir, einelti og dómgreindarleysi í nafnlausri umræðu hinna huglausu. Þá má ekki gleyma þeirri þörf okkar nútímafólksins að sýnast á Facebook og eyða tíma í að "hnýsast" í málefni náungans á áður óþekktan máta.Virðing fyrir líkamanum Misvísandi upplýsingar um skaðsemi notkunar gera okkur enn erfitt fyrir en ljóst er að allar þær rafsegulbylgjur sem umlykja okkur allan liðlangan daginn ýta ekki undir heilbrigði okkar nema síður sé. Þá hafa umhverfisáhrif, reykingar, áfengi, mataræði, hreyfing, almennur aðbúnaður og aðgengi að heilbrigðisþjónustu sitt að segja. Tíðni krabbameina á heimsvísu samkvæmt World Cancer Research Fund er algengara í þróuðum löndum, en meðaltal allra meina er 1,7 sinnum hærra þar en í vanþróuðum ríkjum án þess að vitað sé um fullnægjandi skýringar. Sé horft til dauðsfalla á heimsvísu telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að rúmlega 60% þeirra megi rekja til svokallaðra lífsstílssjúkdóma og eru þær tölur vaxandi. Það má því með nokkurri kaldhæðni segja að uppfinningarnar létti okkur daglegt líf og geri það þægilegra, en á sama tíma ýta þær undir leti, ofát og hreyfingarleysi sem drepur okkur í meiri mæli en við höfum áður þekkt. Þess vegna eru þetta hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna. Þegar öllu er á botninn hvolft er mikilvægt að við séum meðvituð um jafnvægi og það að nýta uppfinningarnar okkur til góðs. Hugsaðu um heilsuna og eigið líf, þú fékkst einn líkama, berðu virðingu fyrir honum svo hann endist þér vel og lengi.