Við Vilborg Arna Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Við erum misjafnlega dugleg. Sem betur fer. Til að þokkalegt jafnvægi haldist í samfélaginu þarf að vera einn latur á móti einum duglegum. Ef allir væru duglegir væri samfélagið á yfirsnúningi og ef allir væru latir gerðist ekki neitt. Mér sýnist að sumir séu alltaf duglegir og aðrir alltaf latir og þeir sem eftir standi flakki á milli flokka; séu stundum duglegir og stundum latir. Það er ágætt. Sjálfur er ég í síðastnefnda flokknum og síðustu vikurnar hef ég verið latur. Það er að segja; ég hef verið latur til verka – ekki hugsana. Sjálfsagt er ekki rétt að afgreiða hugsandi fólk sem latt. Hugsanir útheimta orku og maður getur sannast sagna orðið dauðþreyttur á að hugsa. Síðustu vikur hef ég einbeitt mér að því að hugsa um hana Vilborgu Örnu. Hugur minn hefur verið hjá henni svo að segja óskiptur. Ég hugsa til hennar þegar ég vakna á morgnana, fæ mér kaffi og lít í blaðið; þegar ég stend úti í búð og ákveð hvað ég eigi að kaupa í matinn; þegar ég ligg uppi í sófa og horfi á sjónvarpið; þegar ég dreypi á rauðvíni með góðum vinum; þegar ég leggst upp í hlýtt og mjúkt rúmið mitt. Að ganga yfir Suðurskautslandið er gríðarleg þrekraun. Ég ætla ekki að reyna að draga upp mynd af aðstæðunum þar; læt nægja að segja að ég fæ hroll við tilhugsunina um að ég hefði ekki rúmið mitt, kaffið, blaðið, matvöruverslunina, sófann, sjónvarpið, já og rauðvínið. Svona lifir maður nú vernduðu lífi. Vilborg Arna Gissurardóttir er á lokaspretti göngu sinnar sem hófst 19. nóvember. Fyrir næstum sextíu dögum! Við upphaf ferðarinnar setti hún sér gildi og með þau að vopni ætlaði hún að ná markmiði sínu. Gildin eru eftirfarandi: Númer eitt: Jákvæðni. Það stendur fyrir það að gefast ekki upp þótt á móti blási, segir hún. Númer tvö: Áræðni. Það stendur fyrir að koma hlutunum í verk. Númer þrjú: Hugrekki. Hún valdi það vegna þess að leið hugrekkis er leið hjartans og vegna þess að til að komast á leiðarenda þarf hún oftar en ekki að stíga langt út fyrir þægindahringinn. Við getum lært margt af Vilborgu Örnu. Ekki endilega hvernig á að ganga yfir Suðurskautslandið heldur um hugarfar og hvernig við getum tekið afstöðu til lífsins og daglegra viðfangsefna. Það er greinilega hægt að komast langt á jákvæðni, áræðni og hugrekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Við erum misjafnlega dugleg. Sem betur fer. Til að þokkalegt jafnvægi haldist í samfélaginu þarf að vera einn latur á móti einum duglegum. Ef allir væru duglegir væri samfélagið á yfirsnúningi og ef allir væru latir gerðist ekki neitt. Mér sýnist að sumir séu alltaf duglegir og aðrir alltaf latir og þeir sem eftir standi flakki á milli flokka; séu stundum duglegir og stundum latir. Það er ágætt. Sjálfur er ég í síðastnefnda flokknum og síðustu vikurnar hef ég verið latur. Það er að segja; ég hef verið latur til verka – ekki hugsana. Sjálfsagt er ekki rétt að afgreiða hugsandi fólk sem latt. Hugsanir útheimta orku og maður getur sannast sagna orðið dauðþreyttur á að hugsa. Síðustu vikur hef ég einbeitt mér að því að hugsa um hana Vilborgu Örnu. Hugur minn hefur verið hjá henni svo að segja óskiptur. Ég hugsa til hennar þegar ég vakna á morgnana, fæ mér kaffi og lít í blaðið; þegar ég stend úti í búð og ákveð hvað ég eigi að kaupa í matinn; þegar ég ligg uppi í sófa og horfi á sjónvarpið; þegar ég dreypi á rauðvíni með góðum vinum; þegar ég leggst upp í hlýtt og mjúkt rúmið mitt. Að ganga yfir Suðurskautslandið er gríðarleg þrekraun. Ég ætla ekki að reyna að draga upp mynd af aðstæðunum þar; læt nægja að segja að ég fæ hroll við tilhugsunina um að ég hefði ekki rúmið mitt, kaffið, blaðið, matvöruverslunina, sófann, sjónvarpið, já og rauðvínið. Svona lifir maður nú vernduðu lífi. Vilborg Arna Gissurardóttir er á lokaspretti göngu sinnar sem hófst 19. nóvember. Fyrir næstum sextíu dögum! Við upphaf ferðarinnar setti hún sér gildi og með þau að vopni ætlaði hún að ná markmiði sínu. Gildin eru eftirfarandi: Númer eitt: Jákvæðni. Það stendur fyrir það að gefast ekki upp þótt á móti blási, segir hún. Númer tvö: Áræðni. Það stendur fyrir að koma hlutunum í verk. Númer þrjú: Hugrekki. Hún valdi það vegna þess að leið hugrekkis er leið hjartans og vegna þess að til að komast á leiðarenda þarf hún oftar en ekki að stíga langt út fyrir þægindahringinn. Við getum lært margt af Vilborgu Örnu. Ekki endilega hvernig á að ganga yfir Suðurskautslandið heldur um hugarfar og hvernig við getum tekið afstöðu til lífsins og daglegra viðfangsefna. Það er greinilega hægt að komast langt á jákvæðni, áræðni og hugrekki.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun