Raunsæ og óvæmin ástarsaga Sara McMahon skrifar 15. janúar 2013 08:30 Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin. Gagnrýni Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin.
Gagnrýni Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira