Keppnismaður og gefst ekki upp 11. janúar 2013 10:30 Baltasar Kormákur ætlar ekki að svekkja sig á því að hafa ekki fengið Óskarstilnefningu. Nordicphotos/Getty Baltasar Kormákur segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að kvikmynd hans Djúpið var ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. "Það er svo margt annað gott í gangi þannig að ég er ekkert að svekkja mig á þessu. En auðvitað er maður keppnismaður og hefði viljað komast lengra," segir leikstjórinn. "Það gengur bara betur næst." Myndirnar fimm sem fengu tilnefningu sem besta erlenda myndin eru Amour frá Austurríki, norska myndin Kon-Tiki, No frá Chile, danska myndin A Royal Affair og War Witch frá Kanada. Djúpið var í flokki níu mynda sem áttu möguleika á tilnefningunum. "Það kemur á óvart að The Intouchables [frá Frakklandi] var ekki tilnefnd þannig að þetta er ófyrirséð. Ég þekki ekki allar þessar myndir þannig að það erfitt fyrir mig að hafa skoðun á þessu," segir Baltasar. Tilkynnt var um tilnefningarnar klukkan fimm um morguninn í Los Angeles, þar sem leikstjórinn er búsettur. Hann segist ekki hafa vakað eftir tilnefningunum heldur fékk hann símtal þar sem honum var greint frá úrslitunum. Spurður hvort hann taki þetta ekki bara næst segir hann: "Jú, maður gefst ekki upp." Níu myndir fengu tilnefningar sem besta myndin, eða Amour, Argo, Beasts of the Southern Wild, Django Unchained, Les Miserables, Lincoln, Life Of Pi, Silver Linings Playbook og Zero Dark Thirty. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Baltasar Kormákur segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að kvikmynd hans Djúpið var ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. "Það er svo margt annað gott í gangi þannig að ég er ekkert að svekkja mig á þessu. En auðvitað er maður keppnismaður og hefði viljað komast lengra," segir leikstjórinn. "Það gengur bara betur næst." Myndirnar fimm sem fengu tilnefningu sem besta erlenda myndin eru Amour frá Austurríki, norska myndin Kon-Tiki, No frá Chile, danska myndin A Royal Affair og War Witch frá Kanada. Djúpið var í flokki níu mynda sem áttu möguleika á tilnefningunum. "Það kemur á óvart að The Intouchables [frá Frakklandi] var ekki tilnefnd þannig að þetta er ófyrirséð. Ég þekki ekki allar þessar myndir þannig að það erfitt fyrir mig að hafa skoðun á þessu," segir Baltasar. Tilkynnt var um tilnefningarnar klukkan fimm um morguninn í Los Angeles, þar sem leikstjórinn er búsettur. Hann segist ekki hafa vakað eftir tilnefningunum heldur fékk hann símtal þar sem honum var greint frá úrslitunum. Spurður hvort hann taki þetta ekki bara næst segir hann: "Jú, maður gefst ekki upp." Níu myndir fengu tilnefningar sem besta myndin, eða Amour, Argo, Beasts of the Southern Wild, Django Unchained, Les Miserables, Lincoln, Life Of Pi, Silver Linings Playbook og Zero Dark Thirty.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira