Ráðandi stétt Jón Ormur Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Heimsbyltingin átti að eyða kapítalismanum úr mannfélaginu. Í staðinn bylti kapítalisminn heiminum. Og nú er öreigum loksins farið að fækka, nokkuð sem fáir þorðu að vona fyrir skemmstu. Millistéttir heimsins vaxa með slíkum hraða og svo víðtækum afleiðingum að í þeim vexti er að finna eina stærstu breytingu okkar umrótstíma. Vilji menn finna kraftana sem knýja margslungnar byltingar samtímans er ekki úr vegi að líta til stéttastjórnmála og alveg sérstaklega til þróunar millistétta heimsins. Hjá þeim tengja keimlíkir draumar strönd við strönd. Draumarnir snúast um neyslu og aukna menntun.Byltingar kapítalismans Menn gleyma stundum byltingareðli kapítalismans. Líklega af því að þeir sem njóta hans mest hafa ekki yfirbragð byltingarmanna. Kapítalisminn heldur þó áfram að umturna veröld og viðfangsefnum fólks um alla jörðina. Hann er að vísu svo fjölbreytt fyrirbæri að hann birtist með nokkuð ólíkum hætti í Kína og Kópavogi. Það sem knýr hann áfram um allar jarðir er þó það sama, nefnilega vilji manna til aukinnar neyslu. Sem þjónn þess vilja á hann sér enga alvöru keppinauta. Musteri þessara drauma sýnast líka alls staðar eins í hvaða álfu heimsins sem menn flækjast. Bara öllu stærri og þúsundfalt fleiri í Kína en í Kópavogi.Jafnrétti kapítalismans Það var yfirsjón hjá Marx að sjá ekki að vinnandi menn yrðu neytendur og leystu með því bæði efnahagslegan og pólitískan meginvanda kapítalismans. Menn skynja stöðu sína öðruvísi þegar þeir verða þáttakendur í neyslu. Sú virkni er fyrir marga raunverulegri en þátttaka í lýðræðislegum stjórnmálum. Einhver sagði líka að mánaðarlegir kreditkortareikningar hefðu gert meira en flest annað til að gera menn afhuga verkföllum og stéttabaráttu. Einn kjarni málsins er sá að kapítalisminn fer ekki í manngreinarálit. Það er ekki í eðli hans að þjóna öðru en persónulausu fjármagni.Afskræming Ráðandi öflum tekst þó auðvitað oftar en ekki að sníða kapítalismann að sínum hagsmunum. Einokun, fákeppni og kostnaðarsöm hagsmunagæsla sem aðeins er á færi forréttindahópa einkenna þannig kapítalismann víða um heim. Sérstaklega er þetta áberandi þar sem það fer saman að samfélög eru veik, hagsmunir einhæfir og vilji til að gæta þeirra einbeittur. Um þetta eru til mörg óþægilega nálæg dæmi eins og menn þekkja. En dæmin eru líka mörg um hvernig byltingar kapítalismans hafa tekið ráðin af valdaklíkum og forréttindahópum. Enda eru einkenni hans þrotlausar breytingar, látlaust umrót og eilíft öryggisleysi svo vitnað sé nokkurn veginn orðrétt í Karl Marx, sem dáðist meira að kapítalismanum en flestir samtímamenn hans. Þeir óttuðust einmitt allt þetta umrót og öryggisleysi. Íhaldsmenn voru oft á móti kapítalismanum.Ráðandi stétt Og nú færir kapítalisminn valdið til millistétta heimsins af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Sú var tíðin að millistéttir fátækari landa leituðu skjóls í hernaðareinræði sem verndaði forréttindi þeirra fyrir öllum fjöldanum sem fyrir neðan þær voru. Nú mynda þær ekki lengur fámenna hópa í hafi fátæktar heldur eru þær að verða helftin af hverju samfélaginu af öðru. Þar er að finna eina meginorsök þróunar í átt til lýðræðis á síðustu árum í mörgum álfum heimsins. Samhengið er raunar alls ekki einfalt því oft hafa millistéttir reynst bandamenn einræðis. Það sem skiptir máli nú er að millistéttir marga stórra ríkja Asíu, Suður-Ameríku og jafnvel Afríku eru að verða svo sterkar að fram hjá hagsmunum þeirra verður ekki auðveldlega gengið.Líka í Kína Þótt Kína sé um margt ólíkt öðrum ríkjum, sérstaklega stærðar sinnar vegna, á þetta í grunninn einnig við þar. Í Kína hefur verið mikil sátt um að tryggja sæmilega velsæld áður en farið er að fikta við pólitík. Sjálfstraust millistéttafólks er hins vegar komið og tími fyrir pólitík er því að renna upp í Kína. Sem eru afleit tíðindi fyrir peningalega og pólitíska yfirstétt landsins. Þróunin í þessa átt hefur verið miklu hraðari en leiðtogar kommúnistaflokksins gerðu ráð fyrir. Svipað má segja um fleiri Asíuríki.Öðruvísi heimur Skilgreining á millistéttum er á reiki en svona almennt talað eiga menn við fólk sem á eða er að eignast sæmilegt húsnæði, helstu heimilistæki, eigið farartæki og möguleika á framhaldsnámi fyrir börn sín. Sums staðar duga fimmtíu til hundrað þúsund á mánuði fyrir þessu en annars staðar þarf miklu meira. Fólk með slík efni utan Vesturlanda var lengið talið í örfáum hundruðum milljóna. Í Asíu einni mun innan fárra ára meira en milljarður manna ná slíkum efnum. Innan tíu ára, segja sumar spár, mun helmingur mannkyns, vel á fjórða milljarð manna, teljast til millistétta, langstærsti hópurinn í Asíu. Heimur þar sem þjóðerni segir lítið um lífskjör eða menntun og meirihluti allra manna er bæði sæmilega stæður og sítengdur við netið verður öðruvísi en nokkuð sem menn hafa getað ímyndað sér til þessa. Hvort lífkerfi heimsins þolir álagið er svo önnur spurning. Sem stendur virðist svarið við henni vera nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Heimsbyltingin átti að eyða kapítalismanum úr mannfélaginu. Í staðinn bylti kapítalisminn heiminum. Og nú er öreigum loksins farið að fækka, nokkuð sem fáir þorðu að vona fyrir skemmstu. Millistéttir heimsins vaxa með slíkum hraða og svo víðtækum afleiðingum að í þeim vexti er að finna eina stærstu breytingu okkar umrótstíma. Vilji menn finna kraftana sem knýja margslungnar byltingar samtímans er ekki úr vegi að líta til stéttastjórnmála og alveg sérstaklega til þróunar millistétta heimsins. Hjá þeim tengja keimlíkir draumar strönd við strönd. Draumarnir snúast um neyslu og aukna menntun.Byltingar kapítalismans Menn gleyma stundum byltingareðli kapítalismans. Líklega af því að þeir sem njóta hans mest hafa ekki yfirbragð byltingarmanna. Kapítalisminn heldur þó áfram að umturna veröld og viðfangsefnum fólks um alla jörðina. Hann er að vísu svo fjölbreytt fyrirbæri að hann birtist með nokkuð ólíkum hætti í Kína og Kópavogi. Það sem knýr hann áfram um allar jarðir er þó það sama, nefnilega vilji manna til aukinnar neyslu. Sem þjónn þess vilja á hann sér enga alvöru keppinauta. Musteri þessara drauma sýnast líka alls staðar eins í hvaða álfu heimsins sem menn flækjast. Bara öllu stærri og þúsundfalt fleiri í Kína en í Kópavogi.Jafnrétti kapítalismans Það var yfirsjón hjá Marx að sjá ekki að vinnandi menn yrðu neytendur og leystu með því bæði efnahagslegan og pólitískan meginvanda kapítalismans. Menn skynja stöðu sína öðruvísi þegar þeir verða þáttakendur í neyslu. Sú virkni er fyrir marga raunverulegri en þátttaka í lýðræðislegum stjórnmálum. Einhver sagði líka að mánaðarlegir kreditkortareikningar hefðu gert meira en flest annað til að gera menn afhuga verkföllum og stéttabaráttu. Einn kjarni málsins er sá að kapítalisminn fer ekki í manngreinarálit. Það er ekki í eðli hans að þjóna öðru en persónulausu fjármagni.Afskræming Ráðandi öflum tekst þó auðvitað oftar en ekki að sníða kapítalismann að sínum hagsmunum. Einokun, fákeppni og kostnaðarsöm hagsmunagæsla sem aðeins er á færi forréttindahópa einkenna þannig kapítalismann víða um heim. Sérstaklega er þetta áberandi þar sem það fer saman að samfélög eru veik, hagsmunir einhæfir og vilji til að gæta þeirra einbeittur. Um þetta eru til mörg óþægilega nálæg dæmi eins og menn þekkja. En dæmin eru líka mörg um hvernig byltingar kapítalismans hafa tekið ráðin af valdaklíkum og forréttindahópum. Enda eru einkenni hans þrotlausar breytingar, látlaust umrót og eilíft öryggisleysi svo vitnað sé nokkurn veginn orðrétt í Karl Marx, sem dáðist meira að kapítalismanum en flestir samtímamenn hans. Þeir óttuðust einmitt allt þetta umrót og öryggisleysi. Íhaldsmenn voru oft á móti kapítalismanum.Ráðandi stétt Og nú færir kapítalisminn valdið til millistétta heimsins af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Sú var tíðin að millistéttir fátækari landa leituðu skjóls í hernaðareinræði sem verndaði forréttindi þeirra fyrir öllum fjöldanum sem fyrir neðan þær voru. Nú mynda þær ekki lengur fámenna hópa í hafi fátæktar heldur eru þær að verða helftin af hverju samfélaginu af öðru. Þar er að finna eina meginorsök þróunar í átt til lýðræðis á síðustu árum í mörgum álfum heimsins. Samhengið er raunar alls ekki einfalt því oft hafa millistéttir reynst bandamenn einræðis. Það sem skiptir máli nú er að millistéttir marga stórra ríkja Asíu, Suður-Ameríku og jafnvel Afríku eru að verða svo sterkar að fram hjá hagsmunum þeirra verður ekki auðveldlega gengið.Líka í Kína Þótt Kína sé um margt ólíkt öðrum ríkjum, sérstaklega stærðar sinnar vegna, á þetta í grunninn einnig við þar. Í Kína hefur verið mikil sátt um að tryggja sæmilega velsæld áður en farið er að fikta við pólitík. Sjálfstraust millistéttafólks er hins vegar komið og tími fyrir pólitík er því að renna upp í Kína. Sem eru afleit tíðindi fyrir peningalega og pólitíska yfirstétt landsins. Þróunin í þessa átt hefur verið miklu hraðari en leiðtogar kommúnistaflokksins gerðu ráð fyrir. Svipað má segja um fleiri Asíuríki.Öðruvísi heimur Skilgreining á millistéttum er á reiki en svona almennt talað eiga menn við fólk sem á eða er að eignast sæmilegt húsnæði, helstu heimilistæki, eigið farartæki og möguleika á framhaldsnámi fyrir börn sín. Sums staðar duga fimmtíu til hundrað þúsund á mánuði fyrir þessu en annars staðar þarf miklu meira. Fólk með slík efni utan Vesturlanda var lengið talið í örfáum hundruðum milljóna. Í Asíu einni mun innan fárra ára meira en milljarður manna ná slíkum efnum. Innan tíu ára, segja sumar spár, mun helmingur mannkyns, vel á fjórða milljarð manna, teljast til millistétta, langstærsti hópurinn í Asíu. Heimur þar sem þjóðerni segir lítið um lífskjör eða menntun og meirihluti allra manna er bæði sæmilega stæður og sítengdur við netið verður öðruvísi en nokkuð sem menn hafa getað ímyndað sér til þessa. Hvort lífkerfi heimsins þolir álagið er svo önnur spurning. Sem stendur virðist svarið við henni vera nei.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun