Formúla 1 glímir við fjárhagserfiðleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2013 15:00 Tony Fernandez og Richard Branson skála eftir að sá síðarnefndi tapaði veðmáli um hvort Formúlu 1 lið þeirra félaga hefði betur í kappakstrinum í Ástralíu. Branson fór í vaxmeðferð vegna tapsins. Nordicphotos/Getty „Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
„Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira