Flest bendir til þess að Englendingurinn Justin Rose verði ekki á meðal keppenda á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í febrúar.
Rose sagði viðtali við Telegraph um helgina að hann reiknaði með því að taka sér frí í febrúar þegar keppnin fer fram.
„Árið hefur verið svo annasamt og ég held ég þurfi tíma til að hlaða rafhlöðurnar á þeim tíma,“ sagði Rose.
Litlar líkur eru á því að Adam Scott verði með og sömuleiðis gæti tímasetning Vetrarólympíuleikanna í Rússlandi set strik í reikninginn hjá Tiger Woods. Unnusta hans, Lindsay Vonn, stefnir á þátttöku í Rússlandi og líklegt að Bandaríkjamaðurinn vilji fylgja henni á leikana.
Aðeins efstu 64 á heimslistanum í golfi eiga þátttökurétt á mótinu í Tucson í lok febrúar.
