Schumacher í skíðaslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2013 12:45 Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Nordicphotos/Getty Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi. Samkvæmt fjölmiðlinum Europe 1 var þýski heimsmeistarinn fyrrverandi fluttur á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla. Slysið átti sér stað á fjallasvæðinu Meribel í frönsku ölpunum þar sem Þjóðverjinn 44 ára gamli var á skíðum. Schumacher var með hjálm og við meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann hafi líklegast fengið heilahristing. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schumacher lendir í slysi. Hann lenti í 17 árekstrum á ferli sínum í Formúlu 1 og í kappakstri á Silverstone árið 1999 fótleggsbrotnaði hann. Sá þýski lenti enn fremur í mótorhjólaslysi á Spáni árið 2009 og hefur verið slæmur í hálsi síðan. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Frakkland Þýskaland Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi. Samkvæmt fjölmiðlinum Europe 1 var þýski heimsmeistarinn fyrrverandi fluttur á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla. Slysið átti sér stað á fjallasvæðinu Meribel í frönsku ölpunum þar sem Þjóðverjinn 44 ára gamli var á skíðum. Schumacher var með hjálm og við meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Talið er að hann hafi líklegast fengið heilahristing. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Schumacher lendir í slysi. Hann lenti í 17 árekstrum á ferli sínum í Formúlu 1 og í kappakstri á Silverstone árið 1999 fótleggsbrotnaði hann. Sá þýski lenti enn fremur í mótorhjólaslysi á Spáni árið 2009 og hefur verið slæmur í hálsi síðan.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Frakkland Þýskaland Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira