Kristján Flóki sat hins vegar upp í stúku í dag, en hann var í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld í keppninni. Yones Felfel kom FCK yfir, en í kjölfarið komu tvö mörk frá gestunum.
Markvörður Real fékk síðan rautt spjald á 60. mínútu og Danirnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk. Lokatölur 3-2.
Með sigrinum tryggði FCK sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar, en þeir lentu í öðru sæti með tíu stig, einu stigi á eftir Real sem endaði á toppnum.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá gríðarlega fagnaðarlæti leikmanna FCK í búningklefanum í leikslok.