Besti kylfingur heims, Tiger Woods, á lítt þekktan hálfbróður. Sá heitir Earl Dennison Jr. og er 58 ára. Hann er í fréttunum í dag.
Dennison gerði sér nefnilega lítið fyrir og hringdi inn sprengjuhótun í vinnuna sína. Allt fór eðlilega á annan endann í vinnunni.
Dennison viðurkenndi síðan verknaðinn. Sagðist hafa verið að grínast og hefði ekki átt von á því að nokkur tæki hótunina alvarlega.
Lögreglunni var ekkert sérstaklega skemmt því hún handtók Dennison.
Samband Tiger og Dennison hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár og þessi atburður mun líklega ekki færa þá nær hvor öðrum.
