Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 96-67 | KR enn ósigrað Guðmundur Marinó Ingvarsson úr DHL-höllinni skrifar 15. desember 2013 00:01 KR er enn með fullt hús stiga í Domino's-deild karla eftir sigur á Haukum á heimavelli sínum 96-67 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. KR var yfir allan leikinn en stakk af í fjórða leikhluta. KR náði frumkvæðinu í leiknum strax í upphafi og lét það ekki af hendi. Liðið lék öfluga vörn og þó sóknarleikur liðsins hafi oft gengið betur en í fyrri hálfleik var liðið átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 22-14. Haukar léku af miklum krafti og náðu að narta í forskot KR í öðrum leikhluta en alltaf þegar Haukar náðu að minnka muninn gat KR keyrt hraðann upp og bætt í að nýju. KR var því enn átta stigum yfir í hálfleik 41-33. KR lék frábæra vörn í upphafi seinni hálfleiks og ætlaði augljóslega að reyna að auka forskot sitt strax í upphafi seinni hálfleiks og freista þess að gera sem fyrst út um leikinn. Haukar börðust og reyndu en forystu KR var 14 stig þegar aðeins fjórði leikhluti eftir 66-52 KR skoraði fyrstu tólf stig fjórða leikhluta og þar hvarf öll von Hauka á svipstundu. KR jók í allan leikinn og er því búið að vinna öll liðin í deildinni þegar deildin er hálfnuð. Nýliðar Hauka eru um miðja deild og geta vel við unað eftir 11 leiki af 22. Martin: Ekkert auðvelt í þessari deild„Þetta var hörku leikur fram í þriðja leikhluta og þá dettum við í annan gír og sigldum fram úr. Þetta var orðið nokkuð þægilegt í lokin,“ sagði Martin Hermannsson sem var stigahæstur KR-inga með 19 stig. „Við vorum frekar andlausir í fyrri hálfleik og vorum ekki setja skot sem við erum vanir að setja niður. Þeir voru flottir og eru með hörku lið, það er ekkert auðvelt í þessari deild,“ sagði Martin þó KR hafi unnið alla leiki sína til þessa í deildinni og flesta með miklum yfirburðum. „Haukar eru með gott byrjunarlið og fínan bekk. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Við þurfum að hafa fyrir öllu en við erum með góða breidd sem er að skila þessum sigrum. „Við erum allir hungraðir í titil og sérstaklega eftir að við duttum út úr bikarnum. Allir í liðinu eru með augun á titlinum í lok tímabilsins,“ sagði Martin. Ívar: Við gáfumst upp„Það gekk nokkurn vegin upp það sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Eina var að við vorum að hleypa þeim mikið í hraðaupphlaup,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka. „Við ætluðum að reyna að laga það og halda þeim undir tíu stigunum. Þeir eru ekki vanir því og gætu pirrast en þeir kláruðu okkur vel. „Sóknarleikurinn okkar var slakur allan leikinn og það verður okkur að falli. Við hittum illa, erum ragir og meira að segja þegar við fáum frí skot þá erum við að hika og okkur vantaði aðeins trúna. „Mér fannst við í góðum gír fyrri hluta leiksins en um leið og þetta var komið í 15 stig, þá gáfumst við upp og þeir kláruðu þetta. „Við hleypum þeim of mikið í hraðaupphlaup og töpum boltanum of mikið,“ sagði Ívar sem lætur þennan ósigur ekki slá sig útaf laginu en nýliðar Hauka hafa unnið sex af ellefu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. „Við horfum jákvætt á þetta og látum þennan leik ekki skemma eitthvað fyrir okkur. Við horfum jákvætt á þetta. Það er nóg eftir og þessi leikur er ekkert slys. Þetta er KR á útivelli og við tökum þá þegar þeir koma til okkar. „Þeir eru líkamlega sterkir og eru fljótir að refsa. Lykillinn er að missa ekki boltann mikið í lúkurnar á þeim og þeir eru með stóran bakvörð sem tekur mikið af fráköstum og hann keyrir boltann upp um leið og hann tekur frákast og við vorum ekki nógu skynsamir í að stoppa það,“ sagði Ívar. Leik lokið (96-67): Öruggt var það hjá KRTölfræði leiksins: KR-Haukar 96-67 (22-14, 19-19, 25-19, 30-15) KR: Martin Hermannsson 19/5 fráköst, Terry Leake Jr. 16/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 12/13 fráköst/9 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Helgi Már Magnússon 8/11 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 5, Vilhjálmur Kári Jensson 2. Haukar: Terrence Watson 17/12 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 16, Emil Barja 9/9 fráköst, Helgi Björn Einarsson 9/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 5, Kristinn Marinósson 5, Svavar Páll Pálsson 0/5 stoðsendingar. Bein textalýsing: 38. mínúta (87-57): Haukar eru farnir að skora aftur en lítið er það og full seint.37. mínúta (87-53): Staðan í fjórða leikhluta er 21-1!35. mínúta (80-53): Hvoru megin við 30 stigin verður sigur KR?33. mínúta (78-52): Þetta er ástæða þess að KR hefur ekki tapað leik í deildinni. Liðið heldur alltaf áfram.32. mínúta (74-52): KR búið að skora 8 stig á tveimur mínútum og ljóst að Haukar koma ekki til baka úr þessu.31. mínúta (69-52): KR gefur engan séns.3. leikhluta lokið (66-52): Það er hart barist en gæðin eru bara örlítið meiri í liði KR og þar skilur á milli.29. mínúta (62-47): Watson er með 15 stig fyrir Hauka og Sigurður 11.28. mínúta (56-45): Martin er kominn með 15 stig fyrir KR, stigahæstur. Pavel er með 10 stig.27. mínúta (55-43): KR getur alltaf svarað.25. mínúta (53-41): Haukar skoruðu fjögur stig í röð en KR svaraði strax.24. mínúta (49-37): Pavel með þrist og er þetta mesti munurinn á liðunum til þessa í leiknum.23. mínúta (44-37): Haukar þurfa að hafa mikið fyrri hverri körfu á meðan þetta er allt auðveldara fyrir KR.21. mínúta (42-33): Vítanýting liðanna er neyðarleg.Hálfleikur: Sigurður Einarsson og Watson með 9 stig hvor fyrir Hauka. Watson að auki með 7 fráköst. Emil Barja með 6 stig og 7 fráköst.Hálfleikur: Martin með 10 stig fyrir KR. Brynjar og Darri með 8 og Pavel 5 til viðbótar við 7 fráköst.Hálfleikur (41-33): Nokkuð þægileg forysta hjá KR í hálfleik19. mínúta (39-33): KR áfram með sex stiga forystu.18. mínúta (37-31): Martin er kominn með 10 stig fyrir KR.17. mínúta (34-28): KR keyrði upp hraðann og skora um leið fjögur stig í röð.16. mínúta (30-28): Siguður Einarsson með laglega körfu.15. mínúta (30-26): Pavel með þrist eftir að Haukar minnkuðu muninn í eitt stig.14. mínúta (27-24): Liðin skiptast á körfum og leikurinn er í járnum.13. mínúta (25-22): Haukar gefast ekki upp og standa sig sérstaklega vel í vörninni.12. mínúta (25-20): Darri með þrist beint út úr leikhléinu.11. mínúta (22-20): Sex stig í röð hjá Haukum og Finnur þjálfari KR tekur leikhlé.1. leikhluta lokið (22-14): Watson með 7 stig fyrir Hauka og Brynjar og Martin með 6 stig hvor fyrir KR.9. mínúta (19-14): Martin setur annað vítið af tveimur niður og KR er fimm stigum yfir.8. mínúta (16-10): Brynjar Björnsson með þrist.7. mínúta (13-10): Kristinn Marinósson með þrist fyrir Hauka eftir tvö víti frá Martin rötuðu rétta leið.6. mínúta (11-7): Watson er með öll stig Hauka það sem af er leik.5. mínúta (11-4): Pavel keyrir upp að körfunni og setur sniðskotið niður.4. mínúta (9-4): Watson með troðslu eftir að Helgi Már setti niður körfu og víti að auki.3. mínúta (6-2): Darri Hilmarsson með þrist.2. mínúta (3-2): Terrence Watson kemur Haukum á blað.1. mínúta (3-0): Martin Hermannsson með körfu góða og víti að auki.Fyrir leik: Haukar hafa unnið tvo leiki í röð en liðið þarf að eiga sinn besta leik til að eiga möguleika í hið ógnarsterka lið KR.Fyrir leik: Yfirburðir KR hafa verið slíkir í deildinni að liðið hefur unnið alla leiki sína nema einn með meira en tíu stiga mun.Fyrir leik: KR hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa í deildinni og er í efsta sæti með 20 stig. Haukar eru í sjötta sæti með 12 stig.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu Vísis frá leik KR og Hauka. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
KR er enn með fullt hús stiga í Domino's-deild karla eftir sigur á Haukum á heimavelli sínum 96-67 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. KR var yfir allan leikinn en stakk af í fjórða leikhluta. KR náði frumkvæðinu í leiknum strax í upphafi og lét það ekki af hendi. Liðið lék öfluga vörn og þó sóknarleikur liðsins hafi oft gengið betur en í fyrri hálfleik var liðið átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 22-14. Haukar léku af miklum krafti og náðu að narta í forskot KR í öðrum leikhluta en alltaf þegar Haukar náðu að minnka muninn gat KR keyrt hraðann upp og bætt í að nýju. KR var því enn átta stigum yfir í hálfleik 41-33. KR lék frábæra vörn í upphafi seinni hálfleiks og ætlaði augljóslega að reyna að auka forskot sitt strax í upphafi seinni hálfleiks og freista þess að gera sem fyrst út um leikinn. Haukar börðust og reyndu en forystu KR var 14 stig þegar aðeins fjórði leikhluti eftir 66-52 KR skoraði fyrstu tólf stig fjórða leikhluta og þar hvarf öll von Hauka á svipstundu. KR jók í allan leikinn og er því búið að vinna öll liðin í deildinni þegar deildin er hálfnuð. Nýliðar Hauka eru um miðja deild og geta vel við unað eftir 11 leiki af 22. Martin: Ekkert auðvelt í þessari deild„Þetta var hörku leikur fram í þriðja leikhluta og þá dettum við í annan gír og sigldum fram úr. Þetta var orðið nokkuð þægilegt í lokin,“ sagði Martin Hermannsson sem var stigahæstur KR-inga með 19 stig. „Við vorum frekar andlausir í fyrri hálfleik og vorum ekki setja skot sem við erum vanir að setja niður. Þeir voru flottir og eru með hörku lið, það er ekkert auðvelt í þessari deild,“ sagði Martin þó KR hafi unnið alla leiki sína til þessa í deildinni og flesta með miklum yfirburðum. „Haukar eru með gott byrjunarlið og fínan bekk. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Við þurfum að hafa fyrir öllu en við erum með góða breidd sem er að skila þessum sigrum. „Við erum allir hungraðir í titil og sérstaklega eftir að við duttum út úr bikarnum. Allir í liðinu eru með augun á titlinum í lok tímabilsins,“ sagði Martin. Ívar: Við gáfumst upp„Það gekk nokkurn vegin upp það sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Eina var að við vorum að hleypa þeim mikið í hraðaupphlaup,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka. „Við ætluðum að reyna að laga það og halda þeim undir tíu stigunum. Þeir eru ekki vanir því og gætu pirrast en þeir kláruðu okkur vel. „Sóknarleikurinn okkar var slakur allan leikinn og það verður okkur að falli. Við hittum illa, erum ragir og meira að segja þegar við fáum frí skot þá erum við að hika og okkur vantaði aðeins trúna. „Mér fannst við í góðum gír fyrri hluta leiksins en um leið og þetta var komið í 15 stig, þá gáfumst við upp og þeir kláruðu þetta. „Við hleypum þeim of mikið í hraðaupphlaup og töpum boltanum of mikið,“ sagði Ívar sem lætur þennan ósigur ekki slá sig útaf laginu en nýliðar Hauka hafa unnið sex af ellefu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. „Við horfum jákvætt á þetta og látum þennan leik ekki skemma eitthvað fyrir okkur. Við horfum jákvætt á þetta. Það er nóg eftir og þessi leikur er ekkert slys. Þetta er KR á útivelli og við tökum þá þegar þeir koma til okkar. „Þeir eru líkamlega sterkir og eru fljótir að refsa. Lykillinn er að missa ekki boltann mikið í lúkurnar á þeim og þeir eru með stóran bakvörð sem tekur mikið af fráköstum og hann keyrir boltann upp um leið og hann tekur frákast og við vorum ekki nógu skynsamir í að stoppa það,“ sagði Ívar. Leik lokið (96-67): Öruggt var það hjá KRTölfræði leiksins: KR-Haukar 96-67 (22-14, 19-19, 25-19, 30-15) KR: Martin Hermannsson 19/5 fráköst, Terry Leake Jr. 16/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 12/13 fráköst/9 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Helgi Már Magnússon 8/11 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 5, Vilhjálmur Kári Jensson 2. Haukar: Terrence Watson 17/12 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 16, Emil Barja 9/9 fráköst, Helgi Björn Einarsson 9/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 5, Kristinn Marinósson 5, Svavar Páll Pálsson 0/5 stoðsendingar. Bein textalýsing: 38. mínúta (87-57): Haukar eru farnir að skora aftur en lítið er það og full seint.37. mínúta (87-53): Staðan í fjórða leikhluta er 21-1!35. mínúta (80-53): Hvoru megin við 30 stigin verður sigur KR?33. mínúta (78-52): Þetta er ástæða þess að KR hefur ekki tapað leik í deildinni. Liðið heldur alltaf áfram.32. mínúta (74-52): KR búið að skora 8 stig á tveimur mínútum og ljóst að Haukar koma ekki til baka úr þessu.31. mínúta (69-52): KR gefur engan séns.3. leikhluta lokið (66-52): Það er hart barist en gæðin eru bara örlítið meiri í liði KR og þar skilur á milli.29. mínúta (62-47): Watson er með 15 stig fyrir Hauka og Sigurður 11.28. mínúta (56-45): Martin er kominn með 15 stig fyrir KR, stigahæstur. Pavel er með 10 stig.27. mínúta (55-43): KR getur alltaf svarað.25. mínúta (53-41): Haukar skoruðu fjögur stig í röð en KR svaraði strax.24. mínúta (49-37): Pavel með þrist og er þetta mesti munurinn á liðunum til þessa í leiknum.23. mínúta (44-37): Haukar þurfa að hafa mikið fyrri hverri körfu á meðan þetta er allt auðveldara fyrir KR.21. mínúta (42-33): Vítanýting liðanna er neyðarleg.Hálfleikur: Sigurður Einarsson og Watson með 9 stig hvor fyrir Hauka. Watson að auki með 7 fráköst. Emil Barja með 6 stig og 7 fráköst.Hálfleikur: Martin með 10 stig fyrir KR. Brynjar og Darri með 8 og Pavel 5 til viðbótar við 7 fráköst.Hálfleikur (41-33): Nokkuð þægileg forysta hjá KR í hálfleik19. mínúta (39-33): KR áfram með sex stiga forystu.18. mínúta (37-31): Martin er kominn með 10 stig fyrir KR.17. mínúta (34-28): KR keyrði upp hraðann og skora um leið fjögur stig í röð.16. mínúta (30-28): Siguður Einarsson með laglega körfu.15. mínúta (30-26): Pavel með þrist eftir að Haukar minnkuðu muninn í eitt stig.14. mínúta (27-24): Liðin skiptast á körfum og leikurinn er í járnum.13. mínúta (25-22): Haukar gefast ekki upp og standa sig sérstaklega vel í vörninni.12. mínúta (25-20): Darri með þrist beint út úr leikhléinu.11. mínúta (22-20): Sex stig í röð hjá Haukum og Finnur þjálfari KR tekur leikhlé.1. leikhluta lokið (22-14): Watson með 7 stig fyrir Hauka og Brynjar og Martin með 6 stig hvor fyrir KR.9. mínúta (19-14): Martin setur annað vítið af tveimur niður og KR er fimm stigum yfir.8. mínúta (16-10): Brynjar Björnsson með þrist.7. mínúta (13-10): Kristinn Marinósson með þrist fyrir Hauka eftir tvö víti frá Martin rötuðu rétta leið.6. mínúta (11-7): Watson er með öll stig Hauka það sem af er leik.5. mínúta (11-4): Pavel keyrir upp að körfunni og setur sniðskotið niður.4. mínúta (9-4): Watson með troðslu eftir að Helgi Már setti niður körfu og víti að auki.3. mínúta (6-2): Darri Hilmarsson með þrist.2. mínúta (3-2): Terrence Watson kemur Haukum á blað.1. mínúta (3-0): Martin Hermannsson með körfu góða og víti að auki.Fyrir leik: Haukar hafa unnið tvo leiki í röð en liðið þarf að eiga sinn besta leik til að eiga möguleika í hið ógnarsterka lið KR.Fyrir leik: Yfirburðir KR hafa verið slíkir í deildinni að liðið hefur unnið alla leiki sína nema einn með meira en tíu stiga mun.Fyrir leik: KR hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa í deildinni og er í efsta sæti með 20 stig. Haukar eru í sjötta sæti með 12 stig.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu Vísis frá leik KR og Hauka.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira