Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 98-87 | Njarðvík kvaddi Nigel með sigri Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 16. desember 2013 18:30 Elvar Friðriksson. Njarðvíkingar unnu ellefu stiga sigur á Stjörnunni, 98-87, í leik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvik í kvöld en þetta var síðasti leikurinn í 11. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvíkingar komust fyrir vikið upp að hlið Grindavíkur í 3. til 4. sæti í töflunni. Njarðvíkingar þurftu að hafa fyrir sigrinum þrátt fyrir að Garðbæingar léku án leikstjórnanda sína Justin Shouse. Njarðvíkurliðið var skrefinu á undan allan leikinn en náði ekki hrista Stjörnuliðið almennilega af sér fyrr en undir lokin. Leikurinn byrjaði fjörlega í Ljónagryfjunni í kvöld og eftir að gestirnir skoruðu fyrstu körfuna svöruðu heimamenn með því að skora fimm stig í röð. Stjarnan náði þó að jafna í 8-8 og skiptust liðin á að skora og var til að mynda aftur jafnt í 16-16 eftir sjö mínútur. Þá tókst Njarðvíkingum að setja smá bil á milli liðanna en seinustu fjórar körfurnar frá þeim voru þriggja stiga körfur og leiddu þeir með fimm stigum þegar fyrsta fjórðung lauk, 28-23. Annar fjórðungur hófst og var ekki jafn mikið stuð í stigaskorinu og hafði verið í fyrsta fjórðung. Fjögur stig höfðu verið skoruð þegar rúmlega fjórar mínútur voru liðnar en boltinn dansaði ansi mikið á hringunum og þurfti þriggja stiga körfu frá Loga Gunnarssyni til að koma liðunum aftur í gang. Liðin skiptust á að skora þó að Njarðvík hafi náð að koma sér mest í níu stiga forystu um miðbik leikhlutans. Stjörnumenn voru duglegri að frákasta í sókninni og skilaði það þeim að forysta var ekki meiri en fimm stig þegar liðin gengu til búningsherbergja, 50-45. 33 stig heimamanna í fyrri hálfleik komu fyrir utan þriggja stiga línuna og var nýtingin 52%, Stjarnan var duglegri að fara inn í teig til að sækja sín stig og voru þeir með 9 sóknarfráköst í hálfleik. Atkvæðamestir voru Elvar Már Friðriksson fyrir Njarðvík með 10 stig. Junior Hairston var þá með 16 stig og 7 fráköst fyrir gestina í hálfleik. Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri, hörkuleikur og liðin skipturst á að skora á löngum stundum. Njarðvík var samt sem áður alltaf með völdin inn á vellinum. Stjarnan náði þó að gera gott áhlaup á heimamenn um miðjan hálfleikinn eftir að Njarðvík hafði náð níu stiga forystu. Junior Hairston fór fyrir sínum mönnum og náðu gestirnir að jafna leikinn í 65-65 þegar stutt var eftir af þriðja fjórðung. Logi Gunnarsson skoraði þá þriggja stiga körfu og Nigel Moore skoraði með viðstöðulausri troðslu sem heldur betur kveikti í Njarðvíkingum, bæði innan og utan vallar. Njarðvík skoraði sjö síðustu stig fjórðungsins og leiddu 72-65 fyrir fjórða leikhluta. Stjarnan skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta en þá náðu heimamenn aftur 7-0 sprett og komur sér í tíu stiga forystu. Stjörnumenn neituðu að gefast upp en komust ekki nær en sex stigum. Njarðvíkingar sigldu svo sigrinum í hús og þegar upp var staðið var staðan 98-87. Sigurinn var sanngjarn en Stjarnan hefði getað náð að stela honum ef allt hefði gengið upp hjá þeim í lokin. Þriggja stiga nýting heimamanna var ein af megin ástæðunum fyrir því að þeir unnu þennan leik en 19 af 36 þriggja stiga skotum þeirra fóru í körfuna en þeir hafa væntanlega viljað að vítanýting sín hafi verið betri en hún var ekki nema 59%. Njarðvíkingar voru þarna að leika síðasta leik sinn með Bandaríkjamanninum Nigel Moore sem er á förum frá félaginu. Moore skoraði 21 stig og tók 12 fráköst í lokaleik sínum. Maður leiksins var þó Elvar Már Friðriksson sem skoraði 31 stig og gaf 6 stoðsendingar í leiknum. Matthew Hairston var með 34 stig og 16 fráköst fyrir Stjörnuna og Marvin Valdimarsson skoraði 23 stig.Teitur Örlygsson: Búið að vera martröð fyrir okkur „Njarðvík voru betra lið í kvöld og voru á heimavelli“ sagði þjálfari Stjörnunnar í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við hefðum getað leikið betur í vörninni en það er voðalega erfitt samt þegar lið hitta svona vel fyrir utan. Þeir skora 19 þriggja stiga körfur sem er ofboðslega mikið. Þegar svo er, þá er erfitt að vinna leiki.“ Um fyrri hluta mótsins sagði Teitur: „Þetta er búið að vera martröð fyrir okkur, meiðsli, veikindi og vesen. Við erum samt bara einum leik frá heimavallarétti og þá yrðum við sáttir enda erum við að fá flotta stráka til baka.“ „Við erum að fá stráka inn sem hafa lítið æft og spilað, Jón Sverriss. tildæmis að spila fyrsta leikinn sinn og eitthvað af ungum strákum líka. Þannig að þetta lítur ágætlega út. Sæmi er svo væntanlegur í fyrsta leik eftir áramót og þá er vonandi að Justin verði tilbúinn þá líka. Það er ekkert brotið hjá honum en það er líklegast eitthvað slitið en það er nægur tími til að laga það þegar ferillinn er búinn“ sagði Teitur að lokum.Einar Árni Jóhannsson: Markmið okkar að ná í heimaleikjarétt „Virkilega ljúft að ljúka fyrri hlutanum á sigri. Við erum búnir að tapa vondum útileikjum á móti Grindavík og í Hólminum og það hefði verið skítt að fara í jólafrí með þrjú töp á bakinu“ sagði þjálfari Njarðvíkinga að leik loknum. „Ég var ánægður með baráttuna og kraftinn og hvernig við nálguðumst seinni hálfleikinn, því Stjarnan var að sýna baráttu og hirða af okkur sóknarfráköst og spiluðu vel. Hairston var síðan mjög heitur á tímabili en Nigel steig vel upp varnarlega í þriðja leikhlutanum og hægði á honum. Liðið reyndar spilaði fína vörn í seinni hálfleik, virkilega sætur sigur og mikilvægur fyrir framhaldið.“ Einar var spurður út í slæma vítanýtingu liðs síns og hvort hann hafi haft áhyggjur af henni: „Já, leikir vinnast oft á vítalínunni eða tapast og við vorum að pirra okkur á þessu á bekknum. Með allar þessar flottu vítaskyttur í liðinu þá var þetta hálf kjánaleg aðstaða sem við vorum að fara í gegnum. Sigurinn er samt það sem við tökum út úr þessu og við erum mjög ánægðir með það.“ Um tímabilið sagði Einar Árni að hann væri svekktur með fjóra tapleiki á fyrri hluta tímabilsins og sagði að það væri óþarfi. „Við vorum lélegir á móti í Vesturbænum og Hólminum, það verður að segjast eins og er og áttum við ekkert skilið út úr þeim leikjum. Mér fannst við samt sem áður gera nógu vel á móti Suðurnesja liðunum en vorum kannski klaufar þar undir lokin. Sem gerir það að verkum að fyrsta og annað sætið er svolítið víðs fjarri eins og staðan er í dag.“ „Markmið okkar á nýju ári er að mæta sprækir inn í nýja árið og byrja á því að vinna KFÍ í fyrsta leik. Svo að ná okkur í heimaleikjarétt. Við erum líka búnir að glíma við erfið meiðsli hjá Maciej og Snorra til dæmis og Ólafur Helgi er að koma úr erfiðum meiðslum og hefur það gert okkur erfitt fyrir. Einnig er það vont að þurfa að gera breytingu á liðinu við erum að missa frábæran félaga og góðan leikmann [Nigel Moore] en á móti kemur margt jákvætt eins og Ólafur Helgi og Maciej eru að skila góðu hlutverki í dag.“ „Þannig að við mætum á nýju ári með flotta breidd og vonandi finnum við góðan leikmann í teiginn okkar og náum góðu jafnvægi. Það er rosalega mikið af þriggja stiga skotum hjá okkur sem stundum er of mikið.“Njarðvík-Stjarnan 98-87 (28-23, 22-22, 22-20, 26-22)Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 31/5 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Logi Gunnarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9, Maciej Stanislav Baginski 8, Friðrik E. Stefánsson 5/9 fráköst, Ágúst Orrason 4.Stjarnan: Matthew James Hairston 34/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 23/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 6, Jón Sverrisson 4, Fannar Freyr Helgason 3/6 fráköst. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld en hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leiklýsing: Njarðvík - Stjarnan4. leikhluti (10. mín) 98-87: Leik lokið og var sigur heimamanna sanngjarn. Stjarnan sýndi góða baráttu en Njarðvík var með völdin allan tímann.4. leikhluti (1. mín) 98-87: Heimamenn virðast vera að sigla þessu heim. Nigel Moore skorar úr einu víti og Njarðvíkingar ná svo boltanum aftur.4. leikhluti (9. mín) 97-85: Dagur Kári setur tvö víti niður en aftur skorar Nigel Moore þriggja stiga körfu. Þetta er sýning.4. leikhluti (9. mín) 94-83: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Kjartan Atla Kjartansson, Stjörnunni. Elvar Már skoraði úr báðum vítunum. Boltinn er síðan dæmdur af Njarðvíkingum.4. leikhluti (8. mín) 92-83: Aftur er Elvar Már að skorar þriggja stiga körfu fyrir heimamenn, þeir eru orðnir 18 þristarnir frá Njarðvík.4. leikhluti (7. mín) 89-83: Aftur þristur hjá Njarðvíkingum en Junior Hairston fer upp völlinn og treður boltanum ásamt því að fá villu, vítið rataði rétta leið.4. leikhluti (7. mín) 86-78: Erfiður þristur sem Elvar Már setur niður en Marvin Valdimarsson skorar úr tveimur vítum og munurinn er sex stig.4. leikhluti (6. mín) 83-78: Marvin Valdimarsson skorar sitt 17. stig fyrir utan þriggja stiga línuna en Friðrik Stefánsson svarar um hæl. Marvin er þá aftur á ferðinni með þrist og fær villu að auki. Vítið fer niður og önnur fjögurra stiga sókn leiksins.4. leikhluti (5. mín) 81-71: Menn eru að kljást af krafti og þurfa dómararnir að ganga á milli Friðriks Stefánsson og Fannars Helgasonar. Ekkert alvarlegt samt, smá hiti.4. leikhluti (4. mín) 79-68: Hairston skorar þriggja stiga körfu og rýfur þar með 30 stiga múrinn. Er kominn með 31 stig.4. leikhluti (3. mín) 79-68: Maciej Baginski svarar með þrist og Ágúst Orrason skorar síðan þriggja stiga körfu og fær villu þar að auki. Vítið fer niður, fjögurra stiga sókn og áhorfendur taka við sér.4. leikhluti (1. mín) 72-68: Stjarnan hefur fjórða leikhlutann af krafti, hafa skorað fyrstu stigin og er munurinn ekki nema fimm stig.4. leikhluti (1. mín) 72-65: Stjarnan hefur lokaátökin.3. leikhluti (10. mín) 72-65: Leikhlutanum er lokið. Stjarnan gerði gott áhlaup á heimamenn og voru jafnir þeim um tíma. Njarðvíkingar lokuðu hinsvegar hálfleiknum með 7-0 sprett.3. leikhluti (10. mín) 70-65: Nigel Moore ætlar greinilega að kveðja með stæl. Elvar Már henti boltanum frá miðjum vellinu í átt að körfunni og þar kom Moore svífandi og tróð boltanum með glæsibrag.3. leikhluti (9. mín) 68-65: Stjarnan náði að minnka muninn í eitt stig en Logi Gunnarsson svaraði um hæl. Þó ekki lengi því Stjarnan setti niður þriggja stiga skot og jafnaði Elvar Már skoraði hinsvegar þrist og komuninum aftur í 3 stig. Nóg að gerast.3. leikhluti (7. mín) 63-60: Aftur er Hairston á ferðinni og minnkar muninn í þrjú stig.3. leikhluti (7. mín) 63-58: Vítanýting heimamanna er ekkert til að hrópa húrra fyrir, 55%. Stjarnan hefur skorað úr 80% vítaskota sinna. Þetta gæti orðið dýrt þegar upp er staðið.3. leikhluti (6. mín) 62-58: Hairston setur þriggja stiga skot niður og aðra körfu til í næstu sókn og sker muninn niður í fjögur stig.3. leikhluti (5. mín) 62-53: Nigel Moore var kominn í upplagt tækifæri til að troða boltanum, það var hinsvegar brotið á honum og troðslan fór ekki í. Bæði vítin fóru ofan í. Níu stiga munur.3. leikhluti (4. mín) 60-53: Enn er skipst á að skora, heimamenn eru þó með tögl á haldi hér í kvöld.3. leikhluti (2. mín) 56-50: Marvin Valdimarsson og Junio Hairston minnka muninn niðu í þrjú stig en Elvar Már er aftur á ferðinni og nú með þriggja stiga körfu.3. leikhluti (1. mín) 53-45: Elvar Már Friðriksson skoraði fyrstu körfu hálfleiksins. Stjarnan náði ekki að nýta sína sókn og aftur braust Elvar Már í gegnum vörn Stjörnunnar og náði sér í tvö vítaskot en bara annað vítið fór niður.3. leikhluti (1. mín) 50-45: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leikinn.2. leikhluti (10. mín) 50-45: Hálfleikur. Hairston setti niður tvö víti og braut síðan á Nigel Moore sem fór á línuna. Annað vítið fór niður og Stjarnan reyndi lokasókn. Hairston skoraði og heimamenn leiða með fimm stigum í hálfleik.2. leikhluti (10. mín) 49-41: Elvar Friðriksson brýst í gegnum vörn gestanna og skorar ásamt því að fá villu, vítið vill hinsvegar ekki í.2. leikhluti (9. mín) 47-41: Aftur sóknarfrákast hjá Stjörnunni og skoraði Hairston þriggja stiga körfu en heimamenn skora þá þrist bara á móti.2. leikhluti (9. mín) 44-38: Leikhlé tekið þegar 1:45 eru til hálfleiks. Stjarnan er búið að taka 23 fráköst og þar af 8 sóknarfráköst á móti 16 fráköstum heimamanna.2. leikhluti (8. mín) 44-38: 30 af 44 stigum heimamanna hafa komið fyrir utan línuna með 53% nýtingu. Stjörnumenn eru duglegri að sækja inn í teig og skora þannig2. leikhluti (7. mín) 41-36: Hjörtur Einarsson, Njarðvík, er líka að finna fjölina sína. 3 af 4 þristum hans hafa ratað rétta leið.2. leikhluti (6. mín) 38-34: Marvin Valdimarsson minnkar muninn með þrist og Dagur Kári skorar eftir gott gegnumbrot.2. leikhluti (6. mín) 38-29: Nei, það er búið að breyta seinasta þriggja stiga skoti í tveggja stiga körfu og því níu stiga munur.2. leikhluti (6. mín) 39-29: 10 stiga forskot, enn eitt þriggja stiga skotið niður hjá heimamönnum og Stjarnan tekur leikhlé þegar 4:50 eru til hálfleiks.2. leikhluti (5. mín) 36-29: Liðin skiptast þá á að skora og enn og aftur fer þriggja stiga skot niður hjá Njarðvík.2. leikhluti (4. mín) 33-27: Boltinn fer loksin ofaní og var það Logi Gunnarsson sem skoraði þriggja stiga körfu. Fannar Helgason svarar um leið með góðu sniðskoti.2. leikhluti (3. mín) 30-25: Gengur erfiðlega fyrir bæði lið að koma boltanum í körfuna þessa stundina, boltinn hefur dansað ansi mikið á hringjum íþróttahússins. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík, er samt 3 af 4 í þristum.2. leikhluti (2. mín) 30-25: Það er góður hraði í leiknum þessa stundina.2. leikhluti (1. mín) 30-25: Hairston skorar fyrstu körfu fjórðungsins með hamartroðslu eftir hraðaupphlaup Maciej Baginski svarar fyrir Njarðvík.2. leikhluti (1. mín) 28-23: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn hefja sókn.1. leikhluti 10. mín) 28-23: Seinustu fjórar körfurnar frá Njarðvíki í 1. leikhluta komu fyrir utan þriggja stiga línuna. Fimm stiga forysta heimamanna eftir fyrsta fjórðung.1. leikhluti (9. mín) 25-23: Aftur þristur hjá heimamönnum, Junior Hairston brýst þá í gegn og skorar og nær í villu að auki og setur vítið niður.1. leikhluti (8. mín) 22-20: Njarðvíkingar skora aðra þriggja stiga körfu og Dagur Kári gerir slíkt hið sama á hinum endanum.1. leikhluti (7. mín) 16-16: Elvar Már Friðriksson kemur Njarðvík yfir með þrist en Dagur Kári Jónsson svarar í sömu mynt um hæl. Logi Gunnars. kemur heimamönnum símðan aftur yfir.1. leikhluti (6. mín) 13-13: Elvar Már Friðriksson svarar strax með körfu og víti að auki. Elvar er kominn með fimm stig. Liðin skiptast á að skora. Fjórir leikmenn komnir á blað hjá báðum liðum.1. leikhluti (6. mín) 10-13: Marvin Valdimarsson jafnar aftur og fær víti að auki. Hann nýtir það og kemur Stjörnunni yfir. Sigurður Dagur Sturluson skorar síðan úr hraðaupphlaupi. Báðir eru að byrja vel.1. leikhluti (4. mín) 8-8: Sigurður Dagur Sturluson, uppalinn Njarðvíkingur, minnkar muninn í tvö stig fyrir Stjörnuna og Marvin Valdimarsson jafnar síðan með tveimur vítaskotum.1. leikhluti (3. mín) 8-4: Leikurinn er jafn í upphafi og bæði lið skiptast á körfum og töpuðum boltum. Stjörnumenn skoruðu fyrstu körfu leiksins en Njarðvíkingar tóku strax frumkvæðið. Nigel Moore er búinn að setja niður fyrsta þristinn.Fyrir leik: Nigel Moore leikur kveðjuleik sinn með Njarðvík í kvöld en Njarðvíkingar tóku þá ákvörðun að láta hann fara til að geta styrkt liðið undir körfunni.Fyrir leik: Justin Shouse leikur ekki með Stjörnunni í kvöld en hann tognaði illa á ökkla í leik á móti Val á dögunum. Þetta er annar leikurinn í röð sem Justin er í borgaralegum klæðum en hann heldur ekki með í sigurleik á KFÍ fyrir viku síðan.Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Stjörnunnar. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Njarðvíkingar unnu ellefu stiga sigur á Stjörnunni, 98-87, í leik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvik í kvöld en þetta var síðasti leikurinn í 11. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvíkingar komust fyrir vikið upp að hlið Grindavíkur í 3. til 4. sæti í töflunni. Njarðvíkingar þurftu að hafa fyrir sigrinum þrátt fyrir að Garðbæingar léku án leikstjórnanda sína Justin Shouse. Njarðvíkurliðið var skrefinu á undan allan leikinn en náði ekki hrista Stjörnuliðið almennilega af sér fyrr en undir lokin. Leikurinn byrjaði fjörlega í Ljónagryfjunni í kvöld og eftir að gestirnir skoruðu fyrstu körfuna svöruðu heimamenn með því að skora fimm stig í röð. Stjarnan náði þó að jafna í 8-8 og skiptust liðin á að skora og var til að mynda aftur jafnt í 16-16 eftir sjö mínútur. Þá tókst Njarðvíkingum að setja smá bil á milli liðanna en seinustu fjórar körfurnar frá þeim voru þriggja stiga körfur og leiddu þeir með fimm stigum þegar fyrsta fjórðung lauk, 28-23. Annar fjórðungur hófst og var ekki jafn mikið stuð í stigaskorinu og hafði verið í fyrsta fjórðung. Fjögur stig höfðu verið skoruð þegar rúmlega fjórar mínútur voru liðnar en boltinn dansaði ansi mikið á hringunum og þurfti þriggja stiga körfu frá Loga Gunnarssyni til að koma liðunum aftur í gang. Liðin skiptust á að skora þó að Njarðvík hafi náð að koma sér mest í níu stiga forystu um miðbik leikhlutans. Stjörnumenn voru duglegri að frákasta í sókninni og skilaði það þeim að forysta var ekki meiri en fimm stig þegar liðin gengu til búningsherbergja, 50-45. 33 stig heimamanna í fyrri hálfleik komu fyrir utan þriggja stiga línuna og var nýtingin 52%, Stjarnan var duglegri að fara inn í teig til að sækja sín stig og voru þeir með 9 sóknarfráköst í hálfleik. Atkvæðamestir voru Elvar Már Friðriksson fyrir Njarðvík með 10 stig. Junior Hairston var þá með 16 stig og 7 fráköst fyrir gestina í hálfleik. Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri, hörkuleikur og liðin skipturst á að skora á löngum stundum. Njarðvík var samt sem áður alltaf með völdin inn á vellinum. Stjarnan náði þó að gera gott áhlaup á heimamenn um miðjan hálfleikinn eftir að Njarðvík hafði náð níu stiga forystu. Junior Hairston fór fyrir sínum mönnum og náðu gestirnir að jafna leikinn í 65-65 þegar stutt var eftir af þriðja fjórðung. Logi Gunnarsson skoraði þá þriggja stiga körfu og Nigel Moore skoraði með viðstöðulausri troðslu sem heldur betur kveikti í Njarðvíkingum, bæði innan og utan vallar. Njarðvík skoraði sjö síðustu stig fjórðungsins og leiddu 72-65 fyrir fjórða leikhluta. Stjarnan skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta en þá náðu heimamenn aftur 7-0 sprett og komur sér í tíu stiga forystu. Stjörnumenn neituðu að gefast upp en komust ekki nær en sex stigum. Njarðvíkingar sigldu svo sigrinum í hús og þegar upp var staðið var staðan 98-87. Sigurinn var sanngjarn en Stjarnan hefði getað náð að stela honum ef allt hefði gengið upp hjá þeim í lokin. Þriggja stiga nýting heimamanna var ein af megin ástæðunum fyrir því að þeir unnu þennan leik en 19 af 36 þriggja stiga skotum þeirra fóru í körfuna en þeir hafa væntanlega viljað að vítanýting sín hafi verið betri en hún var ekki nema 59%. Njarðvíkingar voru þarna að leika síðasta leik sinn með Bandaríkjamanninum Nigel Moore sem er á förum frá félaginu. Moore skoraði 21 stig og tók 12 fráköst í lokaleik sínum. Maður leiksins var þó Elvar Már Friðriksson sem skoraði 31 stig og gaf 6 stoðsendingar í leiknum. Matthew Hairston var með 34 stig og 16 fráköst fyrir Stjörnuna og Marvin Valdimarsson skoraði 23 stig.Teitur Örlygsson: Búið að vera martröð fyrir okkur „Njarðvík voru betra lið í kvöld og voru á heimavelli“ sagði þjálfari Stjörnunnar í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við hefðum getað leikið betur í vörninni en það er voðalega erfitt samt þegar lið hitta svona vel fyrir utan. Þeir skora 19 þriggja stiga körfur sem er ofboðslega mikið. Þegar svo er, þá er erfitt að vinna leiki.“ Um fyrri hluta mótsins sagði Teitur: „Þetta er búið að vera martröð fyrir okkur, meiðsli, veikindi og vesen. Við erum samt bara einum leik frá heimavallarétti og þá yrðum við sáttir enda erum við að fá flotta stráka til baka.“ „Við erum að fá stráka inn sem hafa lítið æft og spilað, Jón Sverriss. tildæmis að spila fyrsta leikinn sinn og eitthvað af ungum strákum líka. Þannig að þetta lítur ágætlega út. Sæmi er svo væntanlegur í fyrsta leik eftir áramót og þá er vonandi að Justin verði tilbúinn þá líka. Það er ekkert brotið hjá honum en það er líklegast eitthvað slitið en það er nægur tími til að laga það þegar ferillinn er búinn“ sagði Teitur að lokum.Einar Árni Jóhannsson: Markmið okkar að ná í heimaleikjarétt „Virkilega ljúft að ljúka fyrri hlutanum á sigri. Við erum búnir að tapa vondum útileikjum á móti Grindavík og í Hólminum og það hefði verið skítt að fara í jólafrí með þrjú töp á bakinu“ sagði þjálfari Njarðvíkinga að leik loknum. „Ég var ánægður með baráttuna og kraftinn og hvernig við nálguðumst seinni hálfleikinn, því Stjarnan var að sýna baráttu og hirða af okkur sóknarfráköst og spiluðu vel. Hairston var síðan mjög heitur á tímabili en Nigel steig vel upp varnarlega í þriðja leikhlutanum og hægði á honum. Liðið reyndar spilaði fína vörn í seinni hálfleik, virkilega sætur sigur og mikilvægur fyrir framhaldið.“ Einar var spurður út í slæma vítanýtingu liðs síns og hvort hann hafi haft áhyggjur af henni: „Já, leikir vinnast oft á vítalínunni eða tapast og við vorum að pirra okkur á þessu á bekknum. Með allar þessar flottu vítaskyttur í liðinu þá var þetta hálf kjánaleg aðstaða sem við vorum að fara í gegnum. Sigurinn er samt það sem við tökum út úr þessu og við erum mjög ánægðir með það.“ Um tímabilið sagði Einar Árni að hann væri svekktur með fjóra tapleiki á fyrri hluta tímabilsins og sagði að það væri óþarfi. „Við vorum lélegir á móti í Vesturbænum og Hólminum, það verður að segjast eins og er og áttum við ekkert skilið út úr þeim leikjum. Mér fannst við samt sem áður gera nógu vel á móti Suðurnesja liðunum en vorum kannski klaufar þar undir lokin. Sem gerir það að verkum að fyrsta og annað sætið er svolítið víðs fjarri eins og staðan er í dag.“ „Markmið okkar á nýju ári er að mæta sprækir inn í nýja árið og byrja á því að vinna KFÍ í fyrsta leik. Svo að ná okkur í heimaleikjarétt. Við erum líka búnir að glíma við erfið meiðsli hjá Maciej og Snorra til dæmis og Ólafur Helgi er að koma úr erfiðum meiðslum og hefur það gert okkur erfitt fyrir. Einnig er það vont að þurfa að gera breytingu á liðinu við erum að missa frábæran félaga og góðan leikmann [Nigel Moore] en á móti kemur margt jákvætt eins og Ólafur Helgi og Maciej eru að skila góðu hlutverki í dag.“ „Þannig að við mætum á nýju ári með flotta breidd og vonandi finnum við góðan leikmann í teiginn okkar og náum góðu jafnvægi. Það er rosalega mikið af þriggja stiga skotum hjá okkur sem stundum er of mikið.“Njarðvík-Stjarnan 98-87 (28-23, 22-22, 22-20, 26-22)Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 31/5 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Logi Gunnarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9, Maciej Stanislav Baginski 8, Friðrik E. Stefánsson 5/9 fráköst, Ágúst Orrason 4.Stjarnan: Matthew James Hairston 34/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 23/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 6, Jón Sverrisson 4, Fannar Freyr Helgason 3/6 fráköst. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld en hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leiklýsing: Njarðvík - Stjarnan4. leikhluti (10. mín) 98-87: Leik lokið og var sigur heimamanna sanngjarn. Stjarnan sýndi góða baráttu en Njarðvík var með völdin allan tímann.4. leikhluti (1. mín) 98-87: Heimamenn virðast vera að sigla þessu heim. Nigel Moore skorar úr einu víti og Njarðvíkingar ná svo boltanum aftur.4. leikhluti (9. mín) 97-85: Dagur Kári setur tvö víti niður en aftur skorar Nigel Moore þriggja stiga körfu. Þetta er sýning.4. leikhluti (9. mín) 94-83: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Kjartan Atla Kjartansson, Stjörnunni. Elvar Már skoraði úr báðum vítunum. Boltinn er síðan dæmdur af Njarðvíkingum.4. leikhluti (8. mín) 92-83: Aftur er Elvar Már að skorar þriggja stiga körfu fyrir heimamenn, þeir eru orðnir 18 þristarnir frá Njarðvík.4. leikhluti (7. mín) 89-83: Aftur þristur hjá Njarðvíkingum en Junior Hairston fer upp völlinn og treður boltanum ásamt því að fá villu, vítið rataði rétta leið.4. leikhluti (7. mín) 86-78: Erfiður þristur sem Elvar Már setur niður en Marvin Valdimarsson skorar úr tveimur vítum og munurinn er sex stig.4. leikhluti (6. mín) 83-78: Marvin Valdimarsson skorar sitt 17. stig fyrir utan þriggja stiga línuna en Friðrik Stefánsson svarar um hæl. Marvin er þá aftur á ferðinni með þrist og fær villu að auki. Vítið fer niður og önnur fjögurra stiga sókn leiksins.4. leikhluti (5. mín) 81-71: Menn eru að kljást af krafti og þurfa dómararnir að ganga á milli Friðriks Stefánsson og Fannars Helgasonar. Ekkert alvarlegt samt, smá hiti.4. leikhluti (4. mín) 79-68: Hairston skorar þriggja stiga körfu og rýfur þar með 30 stiga múrinn. Er kominn með 31 stig.4. leikhluti (3. mín) 79-68: Maciej Baginski svarar með þrist og Ágúst Orrason skorar síðan þriggja stiga körfu og fær villu þar að auki. Vítið fer niður, fjögurra stiga sókn og áhorfendur taka við sér.4. leikhluti (1. mín) 72-68: Stjarnan hefur fjórða leikhlutann af krafti, hafa skorað fyrstu stigin og er munurinn ekki nema fimm stig.4. leikhluti (1. mín) 72-65: Stjarnan hefur lokaátökin.3. leikhluti (10. mín) 72-65: Leikhlutanum er lokið. Stjarnan gerði gott áhlaup á heimamenn og voru jafnir þeim um tíma. Njarðvíkingar lokuðu hinsvegar hálfleiknum með 7-0 sprett.3. leikhluti (10. mín) 70-65: Nigel Moore ætlar greinilega að kveðja með stæl. Elvar Már henti boltanum frá miðjum vellinu í átt að körfunni og þar kom Moore svífandi og tróð boltanum með glæsibrag.3. leikhluti (9. mín) 68-65: Stjarnan náði að minnka muninn í eitt stig en Logi Gunnarsson svaraði um hæl. Þó ekki lengi því Stjarnan setti niður þriggja stiga skot og jafnaði Elvar Már skoraði hinsvegar þrist og komuninum aftur í 3 stig. Nóg að gerast.3. leikhluti (7. mín) 63-60: Aftur er Hairston á ferðinni og minnkar muninn í þrjú stig.3. leikhluti (7. mín) 63-58: Vítanýting heimamanna er ekkert til að hrópa húrra fyrir, 55%. Stjarnan hefur skorað úr 80% vítaskota sinna. Þetta gæti orðið dýrt þegar upp er staðið.3. leikhluti (6. mín) 62-58: Hairston setur þriggja stiga skot niður og aðra körfu til í næstu sókn og sker muninn niður í fjögur stig.3. leikhluti (5. mín) 62-53: Nigel Moore var kominn í upplagt tækifæri til að troða boltanum, það var hinsvegar brotið á honum og troðslan fór ekki í. Bæði vítin fóru ofan í. Níu stiga munur.3. leikhluti (4. mín) 60-53: Enn er skipst á að skora, heimamenn eru þó með tögl á haldi hér í kvöld.3. leikhluti (2. mín) 56-50: Marvin Valdimarsson og Junio Hairston minnka muninn niðu í þrjú stig en Elvar Már er aftur á ferðinni og nú með þriggja stiga körfu.3. leikhluti (1. mín) 53-45: Elvar Már Friðriksson skoraði fyrstu körfu hálfleiksins. Stjarnan náði ekki að nýta sína sókn og aftur braust Elvar Már í gegnum vörn Stjörnunnar og náði sér í tvö vítaskot en bara annað vítið fór niður.3. leikhluti (1. mín) 50-45: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leikinn.2. leikhluti (10. mín) 50-45: Hálfleikur. Hairston setti niður tvö víti og braut síðan á Nigel Moore sem fór á línuna. Annað vítið fór niður og Stjarnan reyndi lokasókn. Hairston skoraði og heimamenn leiða með fimm stigum í hálfleik.2. leikhluti (10. mín) 49-41: Elvar Friðriksson brýst í gegnum vörn gestanna og skorar ásamt því að fá villu, vítið vill hinsvegar ekki í.2. leikhluti (9. mín) 47-41: Aftur sóknarfrákast hjá Stjörnunni og skoraði Hairston þriggja stiga körfu en heimamenn skora þá þrist bara á móti.2. leikhluti (9. mín) 44-38: Leikhlé tekið þegar 1:45 eru til hálfleiks. Stjarnan er búið að taka 23 fráköst og þar af 8 sóknarfráköst á móti 16 fráköstum heimamanna.2. leikhluti (8. mín) 44-38: 30 af 44 stigum heimamanna hafa komið fyrir utan línuna með 53% nýtingu. Stjörnumenn eru duglegri að sækja inn í teig og skora þannig2. leikhluti (7. mín) 41-36: Hjörtur Einarsson, Njarðvík, er líka að finna fjölina sína. 3 af 4 þristum hans hafa ratað rétta leið.2. leikhluti (6. mín) 38-34: Marvin Valdimarsson minnkar muninn með þrist og Dagur Kári skorar eftir gott gegnumbrot.2. leikhluti (6. mín) 38-29: Nei, það er búið að breyta seinasta þriggja stiga skoti í tveggja stiga körfu og því níu stiga munur.2. leikhluti (6. mín) 39-29: 10 stiga forskot, enn eitt þriggja stiga skotið niður hjá heimamönnum og Stjarnan tekur leikhlé þegar 4:50 eru til hálfleiks.2. leikhluti (5. mín) 36-29: Liðin skiptast þá á að skora og enn og aftur fer þriggja stiga skot niður hjá Njarðvík.2. leikhluti (4. mín) 33-27: Boltinn fer loksin ofaní og var það Logi Gunnarsson sem skoraði þriggja stiga körfu. Fannar Helgason svarar um leið með góðu sniðskoti.2. leikhluti (3. mín) 30-25: Gengur erfiðlega fyrir bæði lið að koma boltanum í körfuna þessa stundina, boltinn hefur dansað ansi mikið á hringjum íþróttahússins. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík, er samt 3 af 4 í þristum.2. leikhluti (2. mín) 30-25: Það er góður hraði í leiknum þessa stundina.2. leikhluti (1. mín) 30-25: Hairston skorar fyrstu körfu fjórðungsins með hamartroðslu eftir hraðaupphlaup Maciej Baginski svarar fyrir Njarðvík.2. leikhluti (1. mín) 28-23: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn hefja sókn.1. leikhluti 10. mín) 28-23: Seinustu fjórar körfurnar frá Njarðvíki í 1. leikhluta komu fyrir utan þriggja stiga línuna. Fimm stiga forysta heimamanna eftir fyrsta fjórðung.1. leikhluti (9. mín) 25-23: Aftur þristur hjá heimamönnum, Junior Hairston brýst þá í gegn og skorar og nær í villu að auki og setur vítið niður.1. leikhluti (8. mín) 22-20: Njarðvíkingar skora aðra þriggja stiga körfu og Dagur Kári gerir slíkt hið sama á hinum endanum.1. leikhluti (7. mín) 16-16: Elvar Már Friðriksson kemur Njarðvík yfir með þrist en Dagur Kári Jónsson svarar í sömu mynt um hæl. Logi Gunnars. kemur heimamönnum símðan aftur yfir.1. leikhluti (6. mín) 13-13: Elvar Már Friðriksson svarar strax með körfu og víti að auki. Elvar er kominn með fimm stig. Liðin skiptast á að skora. Fjórir leikmenn komnir á blað hjá báðum liðum.1. leikhluti (6. mín) 10-13: Marvin Valdimarsson jafnar aftur og fær víti að auki. Hann nýtir það og kemur Stjörnunni yfir. Sigurður Dagur Sturluson skorar síðan úr hraðaupphlaupi. Báðir eru að byrja vel.1. leikhluti (4. mín) 8-8: Sigurður Dagur Sturluson, uppalinn Njarðvíkingur, minnkar muninn í tvö stig fyrir Stjörnuna og Marvin Valdimarsson jafnar síðan með tveimur vítaskotum.1. leikhluti (3. mín) 8-4: Leikurinn er jafn í upphafi og bæði lið skiptast á körfum og töpuðum boltum. Stjörnumenn skoruðu fyrstu körfu leiksins en Njarðvíkingar tóku strax frumkvæðið. Nigel Moore er búinn að setja niður fyrsta þristinn.Fyrir leik: Nigel Moore leikur kveðjuleik sinn með Njarðvík í kvöld en Njarðvíkingar tóku þá ákvörðun að láta hann fara til að geta styrkt liðið undir körfunni.Fyrir leik: Justin Shouse leikur ekki með Stjörnunni í kvöld en hann tognaði illa á ökkla í leik á móti Val á dögunum. Þetta er annar leikurinn í röð sem Justin er í borgaralegum klæðum en hann heldur ekki með í sigurleik á KFÍ fyrir viku síðan.Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Stjörnunnar.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti