Karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013 í Bandaríkjunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. desember 2013 13:15 Robin Thicke og Miley Cyrus gerðu allt vitlaust á MTV verðlaunahátíðinni. Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni. Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira