Karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013 í Bandaríkjunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. desember 2013 13:15 Robin Thicke og Miley Cyrus gerðu allt vitlaust á MTV verðlaunahátíðinni. Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira