John Kevin Rhodes er nú aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Duquesne-háskólans en skólinn spilar í Atlantic 10 deildinni. Hann var áður aðalþjálfari Ohio Northern og hefur starfað í 17 ár sem þjálfari í bandaríska háskólaboltanum.
John Kevin Rhodes spilaði þrjú tímabil með Haukum og tvö sem spilandi þjálfari hjá ÍR en það er hægt að sjá tölfræði hans hér. Hann var áður í eitt tímabil í Þýskalandi og tvö tímabil í Frakklandi.
Kappinn var tekinn í viðtal fyrir heimasíðu Duquesne-skólans en hann var átjándi gestur vetrarins í þættinum Dukes 1-On-1.
"Þjálfunin valdi mig frekar en að ég hafi valið hana. Ég fékk tækifæri á að vera spilandi þjálfari síðustu tvö árin mín á Íslandi og það opnaði dyrnar fyrir mig inn í þjálfun," sagði John Rhodes meðal annars í þessu viðtali en það er hægt að sjá það allt hér fyrir neðan. Þar rekur hann meðal annars ástæður þess að hann hætti að spila rétt rúmlega þrítugur.