Fugl á síðustu holunni tryggði McIlroy sigur í Ástralíu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. desember 2013 14:15 Langþráður sigur hjá Rory. mynd/nordic photos/getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann sinn fyrsta sigur á árinu þegar hann vann opna ástralska meistaramótið í golfi í morgunsárið. McIlroy marði sigur á Adam Scott með því að fá fugla á síðustu holunni. Adam Scott var með fjögurra högga forystu á McIlroy fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn en glopraði henni fljótt niður. Scott var þó í góðri stöðu þegar þeir komu á 18. holuna. Scott átti eitt högg á McIlroy þegar á síðustu holuna kom. McIlroy fékk fugl og Scott fékk skolla og því var það Norður-Írinn sem fagnaði sigri á Scott sem hefur átt frábært ár en Scott vann bæði PGA meistaramótið og Masters á árinu. McIlroy lék síðasta hringinn á sjö undir pari eða 66 höggum og sótti sigurinn með frábærri spilamennsku. „Það er erfitt að fá ekki smá samviskubit yfir því hvernig ég vann,“ sagði Norður-Írinn sem sá fram á að ná ekki einum sigri á árinu í fyrsta sinn síðan 2008. „Þetta er búið að vera erfitt ár en ég hef unnið vel í mínum málum. Það var gott að ná að vinna í dag,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann sinn fyrsta sigur á árinu þegar hann vann opna ástralska meistaramótið í golfi í morgunsárið. McIlroy marði sigur á Adam Scott með því að fá fugla á síðustu holunni. Adam Scott var með fjögurra högga forystu á McIlroy fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn en glopraði henni fljótt niður. Scott var þó í góðri stöðu þegar þeir komu á 18. holuna. Scott átti eitt högg á McIlroy þegar á síðustu holuna kom. McIlroy fékk fugl og Scott fékk skolla og því var það Norður-Írinn sem fagnaði sigri á Scott sem hefur átt frábært ár en Scott vann bæði PGA meistaramótið og Masters á árinu. McIlroy lék síðasta hringinn á sjö undir pari eða 66 höggum og sótti sigurinn með frábærri spilamennsku. „Það er erfitt að fá ekki smá samviskubit yfir því hvernig ég vann,“ sagði Norður-Írinn sem sá fram á að ná ekki einum sigri á árinu í fyrsta sinn síðan 2008. „Þetta er búið að vera erfitt ár en ég hef unnið vel í mínum málum. Það var gott að ná að vinna í dag,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira