Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. desember 2013 20:00 Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira