Audi Q1 verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 08:45 Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent
Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent