Audi Q1 verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 08:45 Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent