Það verður ekkert að leik FH og ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í dag en mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að fresta leiknum til morguns vegna þess að það er ófært frá Eyjum.
Þetta er lokaleikurinn í 11. umferð og síðasti leikurinn áður en deildin fer í EM-frí þar til í lok janúar.
Leikurinn átti að fara fram klukkan 15.30 í dag en verður nú leikinn í Kaplakrika á morgun, sunnudag, klukkan 13.30.
Vegna þessa hefur einnig verið ákveðið að fresta bikarleik Hauka 2 og ÍBV í Coca Cola bikarnum sem fram átti að fara á morgun, sunnudag. Ný dagssetning verður gefin út á þann leik á mánudaginn.
Eyjamenn hafa ekki spilað síðan 23. nóvember þar sem að það þurfti tvívegis að fresta leik liðsins á móti Akureyri sem átti að vera um síðustu helgi. Sá leikur hefur nú verið settur á 25.janúar næstkomandi.
Enn á ný frestað hjá Eyjamönnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
