Valdís Þóra komst einu skrefi nær Evrópumótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2013 15:59 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Daníel Skagastúlkan Valdís Þóra Jónsdóttir komst áfram úr fyrsta stigi úrtökumóts inn á Evrópumótaröð kvenna í golfi en hún endaði í 18. sæti af 54 kylfingum á móti í Marokkó. Valdís Þóra þurfti að ná einu af 23 efstu sætunum í mótinu og það tókst hjá henni en hún var fimm höggum frá 24. sætinu.Valdís Þóra lék á 77 höggum á lokadegi mótsins eða á fjórum höggum yfir pari. Hún lék hringina fjóra á 312 höggum eða 20 höggum yfir pari. Valdís lét ekki slæman annan hring spilla fyrir sér (8 högg yfir pari á föstudaginn) þar sem hún tapaði þremur höggum á síðustu holunni. Hún lék tvo síðustu hringina á 76 og 77 höggum og á enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina. Lokaúrtökumótið ferm fram í næstu viku í Marokkó. Þar verða leiknar 72 holur eða fjórir hringir og 60 efstu kylfingarnir spila síðan einn hring til viðbótar þar sem að 30 efstu tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Það er gott að þessi áfangi er búinn en við áttum von á að +23 yfir pari myndi duga til að komast áfram,“ sagði Valdís Þóra í viðtali við kylfingur.is en Tinna Jóhannsdóttir var henni til aðstoðar á þessu móti. „Tinna er á heimleið og Arnar bróðir minn er á leiðinni út og tekur við.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skagastúlkan Valdís Þóra Jónsdóttir komst áfram úr fyrsta stigi úrtökumóts inn á Evrópumótaröð kvenna í golfi en hún endaði í 18. sæti af 54 kylfingum á móti í Marokkó. Valdís Þóra þurfti að ná einu af 23 efstu sætunum í mótinu og það tókst hjá henni en hún var fimm höggum frá 24. sætinu.Valdís Þóra lék á 77 höggum á lokadegi mótsins eða á fjórum höggum yfir pari. Hún lék hringina fjóra á 312 höggum eða 20 höggum yfir pari. Valdís lét ekki slæman annan hring spilla fyrir sér (8 högg yfir pari á föstudaginn) þar sem hún tapaði þremur höggum á síðustu holunni. Hún lék tvo síðustu hringina á 76 og 77 höggum og á enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina. Lokaúrtökumótið ferm fram í næstu viku í Marokkó. Þar verða leiknar 72 holur eða fjórir hringir og 60 efstu kylfingarnir spila síðan einn hring til viðbótar þar sem að 30 efstu tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Það er gott að þessi áfangi er búinn en við áttum von á að +23 yfir pari myndi duga til að komast áfram,“ sagði Valdís Þóra í viðtali við kylfingur.is en Tinna Jóhannsdóttir var henni til aðstoðar á þessu móti. „Tinna er á heimleið og Arnar bróðir minn er á leiðinni út og tekur við.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira