Tekur 2-3 vikur að læra að hakka sig inn á svona síður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 16:47 „Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum. Vodafone-innbrotið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira