

Sett hefur verið upp heimasíða þar sem notendur geta athugað hvort upplýsingar um þá hafi fundist í gögnum sem stolið var af Vodafone.
30 þúsund kennitölur, ásamt símanúmeri og netföngum, eru meðal þeirra upplýsinga sem láku á netið í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ráðuneytið vinna í málinu með viðeigandi undirstofnunum.
Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone.
Lögfræðingar segja að gögn sem geymd eru allt að fjögur ár aftur í tímann brjóti líklegast gegn lögum.
Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt.
Tölvuöryggissérfræðingur segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera árás líkt og þá sem gerð var á Vodafone í nótt.
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður segir þetta svo alvarlegt að þetta sé komið langt út fyrir lög um gagnageymd og snúi einkum að lögum um persónuvernd.
Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum.
Vodafone biðst afsökunar á að sent út ranga fréttatilkynningu í morgun.
Vodafone beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is að breyta lykilorðum sínum að tölvupósti og samfélagsmiðlum.