„Við brugðumst trausti viðskiptavina.“ Þetta segir fjölmiðlafulltrúi Vodafone. Tölvuhakkarar gerðu árás á vefsíðu Vodafone í morgun og birtu persónuupplýsingar viðskiptavina fyrirtækisins. Vodafone braut fjarskiptalög með að eyða ekki gögnum viðskiptavina.
Tölvuhakkarar frá Tyrklandi réðust í nótt á vefsíðu Vodafone og náðu að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 80 þúsund sms-skeyti viðskiptavina Vodafone frá lok árs 2010 og til dagsins í dag.
Mörg SMS-anna sem eru að finna í gögnum tyrkneska hakkarans eru á milli æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þannig má í gögnunum finna SMS á borð við þetta: „Erum að fara á leynifund í LÍÚ“ Nokkur vantraust SMS á ríkisstjórnina o.fl. Meira að segja vísakortanúmer utanríkisráðherra er meðal þeirra viðkvæmu upplýsinga sem nú eru aðgengileg á netinu.
Árásin er mikið áfall fyrir Vodafone og hefur heimasíða fyrirtækisins legið niðri í allan dag.
„Það lak mikið af gögnum út og við lítum á það gríðarlega alvarlegum augum. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem og okkar viðskiptavini. Traust viðskiptavina í okkar garð er sennilega okkar mikilvægasta eign. Við brugðumst því trausti í dag,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone.
Í gögnunum má finna mörg tilfinningarík skilaboð á milli viðskiptavina Vodafone. Mörg þessara skilaboða ættu hins vegar alls ekki að vera geymd lengur en í sex mánuði. 42. gr. laga um fjarskipti segir að aðeins megi geyma umrædd gögn í sex mánuði. Vodafone brýtur þessi lög.
Nánar í myndbandinu hér að ofan.
