Heimskulegasti bíll LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 08:45 Youabian Puma er hræðilega stór og ljótur. Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent
Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent