Heimskulegasti bíll LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 08:45 Youabian Puma er hræðilega stór og ljótur. Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent
Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent