Fótbolti

Arsenal má tapa með tveggja marka mun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsenal-menn fagna í kvöld.
Arsenal-menn fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Toppbaráttan í F-riðli Meistaradeildar Evrópu er enn opin upp á gátt eftir úrslit kvöldsins.

Arsenal stendur vel að vígi eftir 2-0 sigur á Marseille og þá hélt Dortmund sínum vonum á lífi með 3-1 sigri á Napoli á heimavelli.

Arsenal er nú á toppi riðilsins með tólf stig en Dortmund og Napoli koma næst með níu stig hvort.

Sú staða getur vel komið upp eftir lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi að öll þrjú lið endi með tólf stig. Þá ræður árangur liðanna í innbyrðisviðureignum lokastöðunni í riðlinum.

Það er ljóst að Arsenal má tapa fyrir Napoli með tveggja marka mun, óháð því hvernig viðureign Dortmund og Marseille fer. Ef Napoli vinnur hins vegar með þremur mörkum þurfa Arsene Wenger og hans menn að treysta á að Dortmund vinni ekki sinn leik.

Lokaumferðin:

Napoli - Arsenal

Marseille - Dortmund

Staðan í riðlinum:

1. Arsenal 12 stig (+5 í markatölu)

2. Dortmund 9 stig (+4)

3. Napoli 9 stig (-1)

4. Marseille 0 stig (-8)

Staðan í innbyrðisviðureignum liðanna:

1. Arsenal 6 stig (4-2)

2. Dortmund 6 stig (6-5)

3. Napoli 3 stig (3-6)

Hvað gerist ...

... ef Napoli vinnur Arsenal 2-0 og Dortmund vinnur Marseille

1. Dortmund 6 stig (6-5)

2. Arsenal 6 stig (4-4)

3. Napoli 6 stig (5-6)

... ef Napoli vinnur Arsenal 3-0 og Dortmund vinnur Marseille

1. Dortmund 6 stig (6-5)

2. Napoli 6 stig (6-6)

3. Arsenal 6 stig (4-5)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×