Lögreglan neitar að rannsaka kæru Gylfa Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2013 14:57 Gylfi Ægisson. Svo virðist sem barátta hans gegn tippasleikipinnum sé sigld í strand. Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. „Ég leyfi mér að kalla þetta barnaníð Barnaverndarnefndar, Aðstoðarsaksóknara og yfirvalda og skal glaður sitja inni fyrir þau orð,“ segir Gylfi meðal annars en hann tilkynnti stuðningsmönnum sínum og velunnurum um hvar málið stendur á stuðningssíðu sinni nú fyrir stundu. „Eins og þið kannski vitið öll þá kærði ég Hinsegin daga 18 september 2013 til lögreglu og hef fengið svarbréf til baka frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er það svohljóðandi: Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur borist kæra yðar,dags.18 september Sl,, á hendur Hinsegin daga vegna GayPride-göngunnar þann 10. Ágúst 2013. Hér með tilkynnist yður, með vísan til 4. Mgr. 52.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ekki þykja efni til að hefja rannsókn út af kærunni og henni því vísað frá. Unnt er að bera ákvörðun þessa undir embætti ríkissaksóknara innan mánaðar frá tilkynningu þessari. Undir skrifar aðstoðarsaksóknarinn Sigurður F Sigurðsson.“ Gylfi segist hafa hringt í eitt lykilvitna sinna í málinu og sá hafi tjáð sér að hann hafi aldrei verið kallaður til yfirheyrslu og málið því ekkert rannsakað. „Þannig að það er eitthvað furðulegt í gangi hjá rannsóknarlögreglunni í þessu máli. Lykilvitnið sá börn með typpasleikjóa á Hinsegin dögum 2013 og margir sendu mér skilaboð um að börn hefðu sést með þá og margir foreldrar sögðust hafa forðað sér úr gleðigöngunni í gegnum árin með börnin sín . Ein 15 ára stúlka skrifaði mér að vinkona hennar hefði gefið sé typpasleykjó á Hinsegin dögum og hann hefði verið góður á bragðið.“ Gylfi er langt í frá ánægður með þessar lyktir mála en ekki liggur fyrir hvort hann vill halda málarekstri sínum til streitu. Hinsegin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglt með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. „Ég leyfi mér að kalla þetta barnaníð Barnaverndarnefndar, Aðstoðarsaksóknara og yfirvalda og skal glaður sitja inni fyrir þau orð,“ segir Gylfi meðal annars en hann tilkynnti stuðningsmönnum sínum og velunnurum um hvar málið stendur á stuðningssíðu sinni nú fyrir stundu. „Eins og þið kannski vitið öll þá kærði ég Hinsegin daga 18 september 2013 til lögreglu og hef fengið svarbréf til baka frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er það svohljóðandi: Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur borist kæra yðar,dags.18 september Sl,, á hendur Hinsegin daga vegna GayPride-göngunnar þann 10. Ágúst 2013. Hér með tilkynnist yður, með vísan til 4. Mgr. 52.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ekki þykja efni til að hefja rannsókn út af kærunni og henni því vísað frá. Unnt er að bera ákvörðun þessa undir embætti ríkissaksóknara innan mánaðar frá tilkynningu þessari. Undir skrifar aðstoðarsaksóknarinn Sigurður F Sigurðsson.“ Gylfi segist hafa hringt í eitt lykilvitna sinna í málinu og sá hafi tjáð sér að hann hafi aldrei verið kallaður til yfirheyrslu og málið því ekkert rannsakað. „Þannig að það er eitthvað furðulegt í gangi hjá rannsóknarlögreglunni í þessu máli. Lykilvitnið sá börn með typpasleikjóa á Hinsegin dögum 2013 og margir sendu mér skilaboð um að börn hefðu sést með þá og margir foreldrar sögðust hafa forðað sér úr gleðigöngunni í gegnum árin með börnin sín . Ein 15 ára stúlka skrifaði mér að vinkona hennar hefði gefið sé typpasleykjó á Hinsegin dögum og hann hefði verið góður á bragðið.“ Gylfi er langt í frá ánægður með þessar lyktir mála en ekki liggur fyrir hvort hann vill halda málarekstri sínum til streitu.
Hinsegin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglt með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira