Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 36-30 Elvar Geir Magnússon skrifar 28. nóvember 2013 21:00 ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum." Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira
ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum."
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira