Honda Jazz slær út Toyota Prius í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2013 08:45 Honda jazz er seldur undir nafninu Fit í Japan. Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent
Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent