Honda Jazz slær út Toyota Prius í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2013 08:45 Honda jazz er seldur undir nafninu Fit í Japan. Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent
Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent