Stuðningsaðilar ökukeppni hraðskreiðra rafbíla, í gegnum miðbæi stórborga um heim allan, telja keppnina geta styrkt stöðu rafbíla á bifreiðamarkaðnum. Reuters fjallar um málið.
Formúla E, sem hefur fengið grænt ljós frá Alþjóðaaksturssambandinu FIA, stefnir á að halda sína fyrstu keppni í Peking haustið 2014. Meðal samstarfsaðila sem komnir eru um borð eru bílaframleiðandinn Renault og hjólbarðaframleiðandinn Michelin.
Alejandro Agag, framkvæmdastjóri Formúlu E, segir að tilhugsunin um rafbíla á tæplega 200 kílómetra hraða í gegnum hjörtu stórborga á borð við Miami, London og Los Angeles ætti að bæta ímynd rafbíla.
Formúla fyrir rafbíla handan við hornið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



