Quiz up slær met: 8 daga að ná milljón notendum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 14:50 Hið vinsæla íslenska smáforrit Quiz up hefur náð þeim stórgóða árangri að yfir milljón manns hafa sótt leikinn. Þessum áfanga var náð í gærkvöldi og það tók því aðeins 8 daga. Leikurinn er spurningaleikur en í honum keppast tveir einstaklingar hvaðanæva að úr heiminum við að svara sem flestum spurningum um ákveðið málefni rétt. Flokkarnir eru yfir 250 talsins og spurningarnar yfir hundrað þúsund. „Miðað við mörg startup, eða held ég bara öll sem ég veit um, þá held ég að þetta sé það hraðasta sem við vitum. Þessi stóru nöfn, eins og Snapchat og Instagram, það tók þessi félög yfirleitt einhverja mánuði að komast upp í milljón notendur,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla en það er fyrirtækið sem að hannaði leikinn. Nánar tiltekið tók það Instagram tvo og hálfan mánuð að ná milljón notendum, Facebook var í tíu mánuði að ná áfanganum og Twitter náði ekki upp í milljón mánuði fyrr en tveimur árum eftir að appið fór í loftið. „Þannig að þetta er nokkuð gott,“ segir Þorsteinn. Hann segir þó engan tíma hafa gefist til þess að fagna. „Við erum hérna dag og nótt að vinna við þetta.“ Fyrirtækið bjóst ekki við svo miklum áhuga en að þrátt fyrir það hafi tekist vel að halda öllum kerfum gangandi.Business week tók saman í fyrra nokkur smáforrit og hversu lengi það tók hvert og eitt að ná milljón notendum. Leikjavísir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Hið vinsæla íslenska smáforrit Quiz up hefur náð þeim stórgóða árangri að yfir milljón manns hafa sótt leikinn. Þessum áfanga var náð í gærkvöldi og það tók því aðeins 8 daga. Leikurinn er spurningaleikur en í honum keppast tveir einstaklingar hvaðanæva að úr heiminum við að svara sem flestum spurningum um ákveðið málefni rétt. Flokkarnir eru yfir 250 talsins og spurningarnar yfir hundrað þúsund. „Miðað við mörg startup, eða held ég bara öll sem ég veit um, þá held ég að þetta sé það hraðasta sem við vitum. Þessi stóru nöfn, eins og Snapchat og Instagram, það tók þessi félög yfirleitt einhverja mánuði að komast upp í milljón notendur,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla en það er fyrirtækið sem að hannaði leikinn. Nánar tiltekið tók það Instagram tvo og hálfan mánuð að ná milljón notendum, Facebook var í tíu mánuði að ná áfanganum og Twitter náði ekki upp í milljón mánuði fyrr en tveimur árum eftir að appið fór í loftið. „Þannig að þetta er nokkuð gott,“ segir Þorsteinn. Hann segir þó engan tíma hafa gefist til þess að fagna. „Við erum hérna dag og nótt að vinna við þetta.“ Fyrirtækið bjóst ekki við svo miklum áhuga en að þrátt fyrir það hafi tekist vel að halda öllum kerfum gangandi.Business week tók saman í fyrra nokkur smáforrit og hversu lengi það tók hvert og eitt að ná milljón notendum.
Leikjavísir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira