Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2013 11:40 "Ef lögreglustjóranum mislíkar eitthvað mætir lögreglan bara á staðinn og lokar, maður spyr sig hvað mislíkar lögreglustjóranum næst?Trekk í trekk er farið með mál þar sem lögreglan hefur misbeitt valdi sínu fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur. mynd/Daníel Rúnarsson Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. Eins og fram hefur komið á Vísi var kampavínsklúbbnum VIP-Club lokað á föstudag, meðal annars vegna útrunninna leyfa. Þegar 20 manna lögreglulið mætti á staðinn var kallað í Vilhjálm sem segir að strax hafi verið orðið við óskum lögreglunnar að loka staðnum. Hann segir að dónaskapurinn og yfirgangurinn í lögregluliðinu hafi verið yfirgengilegur. Vilhjálmur segir að staðurinn hafi sótt um rekstrarleyfi í júní á þessu ári. Jákvæðar umsagnir hafi komið frá öllum en lögreglan hafi þrátt fyrir það, einhverra hluta vegna, ákveðið að gefa bara út bráðabirgðaleyfi. Lögreglan sendi málið meðal annars aftur til umsagnar hjá borgarráði, sem er einn umsagnaraðilanna, aftur var umsögn borgarráðs jákvæð. VIP-Club hefur tvisvar sinnum fengið endurnýjun á bráðabirgðaleyfinu og síðasta leyfið rann út 2. nóvember. Vilhjálmur segir að þeir hafi búist við því að leyfið yrði endurnýjað. Hins vegar hafi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt eigendum staðarins á hádegi föstudagsins 1. nóvember að VIP-Club yrði synjað um rekstrarleyfi og að bráðabirgðaleyfi yrði ekki endurnýjað. „Það sér hver heilvita maður hvers konar stjórnsýsla þetta er. Allt í einu lá svakalega mikið á að loka staðnum. Eigendurnir fengu fjórar klukkustundir til að bregðast við og reyna að fá þessari ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hnekkt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að 14 dögum síðar hafi Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Í úrskurði ráðuneytisins segir að í ljósi þess að bráðabirgðaleyfi VIP-Club hafi verið endurnýjað í tvígang verði að teljast óeðlilegt af hálfu lögreglunnar að veita ekki áframhaldandi leyfi. VIP-Club hafi fengið afar skamman tíma til þess að bregðast við synjun um framlengingu.Þarf að koma á innra eftirliti innan lögreglunnar Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ítrekað komið á VIP-Club á kvöldin og aldrei hafi komið nokkuð upp úr þeim ferðum. Skatturinn hafi einnig mætt og Samtök atvinnulífsins mættu til að kanna aðstæður starfsmanna. Ekkert hafi heldur komið út úr þeim ferðum. Hann segir að allir þessir aðilar séu velkomnir hvenær sem er, enda sé öll starfsemin fyrir opnum tjöldum. Hann segir þessar aðgerðir lögreglu, bæði við lokun staðarins á föstudaginn var og þegar hún tók þá ákvörðun að endurnýja ekki leyfið í byrjun nóvember, dæmi um valdníðslu. Þetta sýni fram á að nauðsynlegt sé að koma á einhverskonar innra eftirliti innan lögreglunnar á Íslandi sem fylgist með misnotkun á meðferð lögregluvalds. „Ef lögreglustjóranum mislíkar eitthvað mætir lögreglan bara á staðinn og lokar, maður spyr sig hvað mislíkar lögreglustjóranum næst? Trekk í trekk er farið með mál þar sem lögreglan hefur misbeitt valdi sínu fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að þrátt fyrir að aðgerðirnar séu síðan dæmdar ólögmætar og aðilum dæmdar skaðabætur, sé enginn innan lögreglunnar látinn sæta ábyrgð. „Lögreglustjórinn sjálfur þarf aldrei að borga bætur, vegna þessara vinnubragða sinna. Honum er nokkuð sama enda sætir hvorki hann né starfslið hans skaðabóta- né refsiábyrgð.“ „Menn geta sagt að þetta sé svona eða hinsegin staður, en menn verða að hafa í huga að mannréttindi gilda fyrir alla. Það hefur ekki komið neitt í ljós um að þarna fari fram ólögleg starfsemi, þrátt fyrir ítrekaðar könnunarferðir eftirlitsaðila inn á staðinn. Það er Alþingis að ákveða hvaða starfsemi er lögleg,“ segir Vilhjálmur. Hinsegin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. Eins og fram hefur komið á Vísi var kampavínsklúbbnum VIP-Club lokað á föstudag, meðal annars vegna útrunninna leyfa. Þegar 20 manna lögreglulið mætti á staðinn var kallað í Vilhjálm sem segir að strax hafi verið orðið við óskum lögreglunnar að loka staðnum. Hann segir að dónaskapurinn og yfirgangurinn í lögregluliðinu hafi verið yfirgengilegur. Vilhjálmur segir að staðurinn hafi sótt um rekstrarleyfi í júní á þessu ári. Jákvæðar umsagnir hafi komið frá öllum en lögreglan hafi þrátt fyrir það, einhverra hluta vegna, ákveðið að gefa bara út bráðabirgðaleyfi. Lögreglan sendi málið meðal annars aftur til umsagnar hjá borgarráði, sem er einn umsagnaraðilanna, aftur var umsögn borgarráðs jákvæð. VIP-Club hefur tvisvar sinnum fengið endurnýjun á bráðabirgðaleyfinu og síðasta leyfið rann út 2. nóvember. Vilhjálmur segir að þeir hafi búist við því að leyfið yrði endurnýjað. Hins vegar hafi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt eigendum staðarins á hádegi föstudagsins 1. nóvember að VIP-Club yrði synjað um rekstrarleyfi og að bráðabirgðaleyfi yrði ekki endurnýjað. „Það sér hver heilvita maður hvers konar stjórnsýsla þetta er. Allt í einu lá svakalega mikið á að loka staðnum. Eigendurnir fengu fjórar klukkustundir til að bregðast við og reyna að fá þessari ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hnekkt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að 14 dögum síðar hafi Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Í úrskurði ráðuneytisins segir að í ljósi þess að bráðabirgðaleyfi VIP-Club hafi verið endurnýjað í tvígang verði að teljast óeðlilegt af hálfu lögreglunnar að veita ekki áframhaldandi leyfi. VIP-Club hafi fengið afar skamman tíma til þess að bregðast við synjun um framlengingu.Þarf að koma á innra eftirliti innan lögreglunnar Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ítrekað komið á VIP-Club á kvöldin og aldrei hafi komið nokkuð upp úr þeim ferðum. Skatturinn hafi einnig mætt og Samtök atvinnulífsins mættu til að kanna aðstæður starfsmanna. Ekkert hafi heldur komið út úr þeim ferðum. Hann segir að allir þessir aðilar séu velkomnir hvenær sem er, enda sé öll starfsemin fyrir opnum tjöldum. Hann segir þessar aðgerðir lögreglu, bæði við lokun staðarins á föstudaginn var og þegar hún tók þá ákvörðun að endurnýja ekki leyfið í byrjun nóvember, dæmi um valdníðslu. Þetta sýni fram á að nauðsynlegt sé að koma á einhverskonar innra eftirliti innan lögreglunnar á Íslandi sem fylgist með misnotkun á meðferð lögregluvalds. „Ef lögreglustjóranum mislíkar eitthvað mætir lögreglan bara á staðinn og lokar, maður spyr sig hvað mislíkar lögreglustjóranum næst? Trekk í trekk er farið með mál þar sem lögreglan hefur misbeitt valdi sínu fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að þrátt fyrir að aðgerðirnar séu síðan dæmdar ólögmætar og aðilum dæmdar skaðabætur, sé enginn innan lögreglunnar látinn sæta ábyrgð. „Lögreglustjórinn sjálfur þarf aldrei að borga bætur, vegna þessara vinnubragða sinna. Honum er nokkuð sama enda sætir hvorki hann né starfslið hans skaðabóta- né refsiábyrgð.“ „Menn geta sagt að þetta sé svona eða hinsegin staður, en menn verða að hafa í huga að mannréttindi gilda fyrir alla. Það hefur ekki komið neitt í ljós um að þarna fari fram ólögleg starfsemi, þrátt fyrir ítrekaðar könnunarferðir eftirlitsaðila inn á staðinn. Það er Alþingis að ákveða hvaða starfsemi er lögleg,“ segir Vilhjálmur.
Hinsegin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira