Telur Seðlabankann kominn langt út fyrir sitt svið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2013 14:38 "Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands,“ segir Þorsteinn. „Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Þetta snýst ekki bara um mannorð mitt, ég er talsmaður mikils fjölda fólk sem hefur lagt sig fram um að gera hluti vel og að við höldum rétt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um 20 mánuðir eru síðan Seðlabanki Íslands fór í húsleit hjá Samherja. Þorsteinn segir að hann upplifi varnaleysi að þurfa að bíða svona lengi til að fá að segja yfirvöldum sína hlið og hann uppliti þau líka hálf réttlaus gagnavart Seðlabankanum. Þetta kom fram í máli Þorsteins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í síðustu viku. Ástæðan er sú að fyrir um tveimur árum síðar fór Seðlabanki Íslands í húsleit hjá Samherja, vegna gruns um að Samherji væri að flytja fisk til dótturfyrirtækja í Þýskalandi á undirverði. Það mál er nú komið til Sérstaks saksóknara. Samherji er sakaður um að selja fyrirtækjum sínum erlendis fisk á undirverði og selja hann svo áfram á hærra verði. Mismuninum sé síðan haldið eftir erlendis en ekki skilað til Íslands í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Þorsteinn segir að tölurnar sem Seðlabankinn hafi fengið húsleitarheimild hjá Samherja hafi verið rangar. Það hafi ekki tekið langan tíma að finna út úr því og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest það. „Þær voru reyndar alveg ótrúlega rangar,“ segir Þorsteinn. „Skekkjan nam 4800 prósent hjá Seðlabanka Íslands.“ Þorsteinn bætir við að við verðum að láta okkur á því að hjá seðlabankanum starfi doktorar í hagfræði og fleira. Málið snýst um meðal annars um sölu á fimm tonnum af bleikju til Þýskalands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Þorsteinn telur að Seðlabankinn sé kominn langt úr fyrir sitt svið þegar hann ber saman sölu á bleikju á Bandaríkjamarkað annars vegar og til Þýskalands hins vegar. Hann nefnir sem dæmir að þau hafi byggt upp markaðinn í Bandaríkjunum á löngum tíma og þar séu þau að selja til einnar dýrustu verslunarkeðju í heimi. Það sé svo borið saman við sölu á bleikju til Þýskalands þar sem þau séu i samkeppni við fjölda evrópskra fisksöluaðila. Auk þess sé bleikjan sem seld er til Bandaríkjanna mun stærri en sú sem seld er til Þýskalands. Þorsteinn segist hafa það á tilfinningunni að það sé berið að leita leiða til þess að finna eitthvað. Þess vegna sé allt í einu komið með það núna að fyrirtæki í eigu Samherja erlendis, séu íslensk. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir og á hvaða vegferð seðlabankinn er. Þetta mál er tilbúningur.“ Þorsteinn skrifaði bréf til starfsmanna sinna í síðustu viku þar sem hann segist fagna því að komin sé hreyfing á málið og að sjónarmið Samherja fái að koma fram enda hafi embættinu hingað til ekki þótt ástæða til að tala við forsvarsmenn Samherja.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira