Seldu yfir milljón eintök af Playstation 4 á einum sólahring Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2013 10:39 nordicphotos/epa Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Leikjavísir Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.
Leikjavísir Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira