Kubica byrjar á skelli í rallinu Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 11:38 Citroën bíll Kubica á þakinu eftir veltuna. Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent
Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent