Kubica byrjar á skelli í rallinu Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 11:38 Citroën bíll Kubica á þakinu eftir veltuna. Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC. Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent
Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC.
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent