Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Svavar Hávarðsson skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi. Fréttaskýringar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi.
Fréttaskýringar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira