Porsche 911 Turbo S frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2013 11:35 Porsche 911 Turbo S Haft hefur verið á orði að sannleikurinn sé oft lygilegastur. Ef tekið er mið af skrifum helstu bílablaðamanna heims má heimfæra það uppá nýjasta kynslóðina af Porsche 911 Turbo S. Þeir taka svo djúpt í árinni að fullyrða að hér sé á ferðinni besti fjöldaframleiddi sportbíll sem nokkurntíma hefur verið framleiddur, hvorki meira né minna. Þegar haft er í huga að þetta er öflugasti framleiðslubíll Porsche, með 560 hestöfl undir húddinu eða réttara sagt í skottinu eins og Porsche 911 er þekktur fyrir, og er 3,1 sekúndu uppí hundraðið, hafa þeir örugglega mikið til síns máls. Enn á ný setur Porsche ný viðmið sem aðrir bílaframleiðendur horfa til. Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, var að fá gripinn í hús til sín og frumsýnir hann í Porsche salnum, Vagnhöfða 23, laugardaginn 2.nóvember. ZAllir bílaáhugamenn eru velkomnir milli kl. 12:00 og 16:00 enda ekki á hverjum degi sem við sjáum slíka bíla hér á landi. Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent
Haft hefur verið á orði að sannleikurinn sé oft lygilegastur. Ef tekið er mið af skrifum helstu bílablaðamanna heims má heimfæra það uppá nýjasta kynslóðina af Porsche 911 Turbo S. Þeir taka svo djúpt í árinni að fullyrða að hér sé á ferðinni besti fjöldaframleiddi sportbíll sem nokkurntíma hefur verið framleiddur, hvorki meira né minna. Þegar haft er í huga að þetta er öflugasti framleiðslubíll Porsche, með 560 hestöfl undir húddinu eða réttara sagt í skottinu eins og Porsche 911 er þekktur fyrir, og er 3,1 sekúndu uppí hundraðið, hafa þeir örugglega mikið til síns máls. Enn á ný setur Porsche ný viðmið sem aðrir bílaframleiðendur horfa til. Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, var að fá gripinn í hús til sín og frumsýnir hann í Porsche salnum, Vagnhöfða 23, laugardaginn 2.nóvember. ZAllir bílaáhugamenn eru velkomnir milli kl. 12:00 og 16:00 enda ekki á hverjum degi sem við sjáum slíka bíla hér á landi.
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent