Porsche 911 Turbo S frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2013 11:35 Porsche 911 Turbo S Haft hefur verið á orði að sannleikurinn sé oft lygilegastur. Ef tekið er mið af skrifum helstu bílablaðamanna heims má heimfæra það uppá nýjasta kynslóðina af Porsche 911 Turbo S. Þeir taka svo djúpt í árinni að fullyrða að hér sé á ferðinni besti fjöldaframleiddi sportbíll sem nokkurntíma hefur verið framleiddur, hvorki meira né minna. Þegar haft er í huga að þetta er öflugasti framleiðslubíll Porsche, með 560 hestöfl undir húddinu eða réttara sagt í skottinu eins og Porsche 911 er þekktur fyrir, og er 3,1 sekúndu uppí hundraðið, hafa þeir örugglega mikið til síns máls. Enn á ný setur Porsche ný viðmið sem aðrir bílaframleiðendur horfa til. Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, var að fá gripinn í hús til sín og frumsýnir hann í Porsche salnum, Vagnhöfða 23, laugardaginn 2.nóvember. ZAllir bílaáhugamenn eru velkomnir milli kl. 12:00 og 16:00 enda ekki á hverjum degi sem við sjáum slíka bíla hér á landi. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent
Haft hefur verið á orði að sannleikurinn sé oft lygilegastur. Ef tekið er mið af skrifum helstu bílablaðamanna heims má heimfæra það uppá nýjasta kynslóðina af Porsche 911 Turbo S. Þeir taka svo djúpt í árinni að fullyrða að hér sé á ferðinni besti fjöldaframleiddi sportbíll sem nokkurntíma hefur verið framleiddur, hvorki meira né minna. Þegar haft er í huga að þetta er öflugasti framleiðslubíll Porsche, með 560 hestöfl undir húddinu eða réttara sagt í skottinu eins og Porsche 911 er þekktur fyrir, og er 3,1 sekúndu uppí hundraðið, hafa þeir örugglega mikið til síns máls. Enn á ný setur Porsche ný viðmið sem aðrir bílaframleiðendur horfa til. Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, var að fá gripinn í hús til sín og frumsýnir hann í Porsche salnum, Vagnhöfða 23, laugardaginn 2.nóvember. ZAllir bílaáhugamenn eru velkomnir milli kl. 12:00 og 16:00 enda ekki á hverjum degi sem við sjáum slíka bíla hér á landi.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent