Dönsuðu við framandi tóna Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 00:00 Omar Souleyman töfraði fram skemmtilega stemmningu. Fréttablaðið/Arnþór Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi. Gagnrýni Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi.
Gagnrýni Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira