Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék vel í dag eða á 70 höggum á þriðja hring á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.
Birgir Leifur var sem sagt á einu höggi undir pari vallarins og er samanlagt á tveimur höggum undir pari.
Hann er jafn öðrum í 41. sæti mótsins. 20 efstu kylfingar komast áfram á næsta stig og Birgir Leifur þarf því að spila gríðarlega vel á lokahringnum sem verður spilaður á morgun.
