Fjallað var um uppbygginguna á Smyrlabjörgum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld.

Þau stækkuðu nýlega veitingsalinn sem nú er orðinn sá stærsti á Suðausturlandi og tekur yfir 250 manns í sæti. Laufey segir þörf á svo stórum sal til að geta tekið á móti stórum hópum, eins og frá skemmtiferðaskipum sem komi inn til Djúpavogs.
Birna Þrúður Sigurbjörnsdóttir sýnir okkur eitt af herbergjunum en hún er elst fimm barna þeirra. Gistirými er fyrir 110 manns, allt í herbergjum með baði, og nú á enn að stækka.
Þau ætla í vetur að bæta við 28 herbergjum sem eiga að verða tilbúin fyrir næsta sumar.
Sigurbjörn segir að fleiri í nágrenninu séu að stækka og býst við að um eitthundrað herbergi bætist við á svæðinu fyrir næsta sumar.