Man. Utd fékk færin til þess að leggja Real Sociedad í kvöld. Þau voru ekki nýtt og markalaust jafntefli því niðurstaðan. United þó enn á toppi riðilsins.
Leikurinn var lítið fyrir augað og takmarkað um færi fyrir utan eitt dauðafæri sem Javier Hernandez, framherji Man. Utd klúðraði á ótrúlegan hátt.
Man. Utd hefði getað komist yfir þegar 20 mínútur lifðu leiks. Ashley Young fiskaði þá víti sem Robin van Persie tók. Honum brást bogalistin því vítið fór í stöngina.
Fyrsta vítið sem Van Persie klúðrar í Meistaradeildinni en hann hafði skorað úr fimm vítaspyrnum fyrir Arsenal í keppninni á sínum tíma.
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks fyrir utan að Marouane Fellaini, miðjumanni Man. Utd, var vikið af velli með sitt annað gula spjald.
Markalaust hjá Man Utd. | Van Persie klúðraði víti

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

