Hvítir hrafnar sagðir flögra um sali Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2013 15:15 Össur Skarphéðinsson sagði Sigrúnu Magnúsdóttur sjaldséðari en hvíta hranfa í þingsölum. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún. Landsdómur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún.
Landsdómur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira