Dubai lögreglan á 700 hestafla Geländerwagen Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 15:15 Geländerwagen Dubai lögreglunnar. Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland! Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent
Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland!
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent