Dubai lögreglan á 700 hestafla Geländerwagen Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 15:15 Geländerwagen Dubai lögreglunnar. Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland! Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland!
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent