Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mun ekki vita fyrr en á morgun hvort hann komist áfram á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.
Ekki reyndist unnt að ljúka leik í dag vegna veðurs en þá átti mótið að klárast. Það er liður á öðru stigi úrtökumótsins.
Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður þá lék Birgir Leifur á einu höggi undir pari í dag. Hann á aðeins eftir að leika eina holu og mun gera það í fyrramálið.
Ekki liggur fyrir hvernig aðrir kylfingar léku en miðað við hvernig aðstæður voru má búast við því að skorið sé mjög rokkandi hjá mörgum sem eru að berjast um að komast áfram.
Birgir Leifur náði ekki að ljúka leik í dag
