Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 17:13 myndir/ASTRSK PR Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi. Leikjavísir Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi.
Leikjavísir Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira