Kanna hvort Ísland hafi verið samstarfsaðili NSA Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2013 14:51 Ögmundur Jónasson segir ekki ótrúlegt að njósnum hafi verið beitt almennt. Mynd/Anton Brink Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27